Vorkoman og blómgun plantna

2011_24.jpgÞeir eru margir vorboðarnir og teiknin í náttúrunni sem vísa til þess að náttúran er að hrista af sér hlekki veturs.  Margir horfa til komu farfuglanna, aðrir til þess hvenær græn nálin fer að sýna sig á ræktuðu landi o.s.frv.

Veðurmælingar og -athuganir geyma nokkuð langa sögu um þætti eins og þá hvenær snjóar síðast að vori og hægt er að skoða langtímaleitni fyrir ýmsar stöðvar einhverja áratugi.   Eins síðast frostnóttinn og þannig mætti áfram telja.  Ég veit hins vegar ekki til þess að fylgst sé með kerfisbundnum hætti á dagsetningu komu ýmissa farfugla, nema e.t.v. allra síðustu árin.  Í Mývatnssveit er leysing íssins á Mývatni mikilvægur vorboði.  Eru til skrifaðar og samræmdar athuganir á ísalokum þar í sveit ?  Mér er það til efs.

Víða úti í heimi eru til áreiðanlegar athuganir á blómgunartíma ýmissa plantna.  Þekktastar eru upplýsingar um dagsetningu blómgunar kirsuberjatrjánna í Kyoto í Japan, en þær teygja sig allt aftur til ársins 801.  Þó ekki samfelldar. Að jafnaði eru kisuberjatréin í fullum blóma 7. apríl í Kyoto, en mikill breytileiki er á milli ára. Japanska ferðamálaráðið gefur út spár um blómgun (sjá hér), en þeir sem til þekkja segja hanna fegurðar- og sjónarspil. 

screen_shot_2012-04-13_at_8_22_41_am.pngHér á landi hefur nú verið hrint af stokkunum verkefni sem hefur það að markmiði að vakta blómgunartíma nokkurra tegunda í ólíku umhverfi. Sjálfboðaliðar á nokkrum stöðum víðt ogg breytt um landið hafa tekið að sér að vakta blómgun nokkurra plöntutegunda frá vorinu 2010.  Einkum er fylgst með lambagrasi og holtasóley, en aðrar tegundir koma við sögu, en þó ekki trjágróður.  SÓLEY heitir verkefnið og í nýrri skýrslu þess sem þau Þóra Ellen Þórhallssdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Kristín Svavarsdóttir tóku saman segir m.a.:  "Breytingar á tímasetningu þroskunarfræðilegra atburða, ekki síst blómgun plantna, eru taldar vera einn næmasti líffræðilegi mælikvarðinn á hnattrænar loftslagsbreytingar."

Blómgunartíminn er vissulega háður veðri, einkum hita eins og gefur að skilja, en líka hve lengi klaki helst í jörðuog sólskini.  Einnig  hafa hitasveiflur, ekki síst dægursveiflan mikið að  segja, tíðni næturfrosta, þó svo að meðalhiti vorsins sé vænlegur. 

Ég mun fjalla frekar um þessa óbeinu "veðurmæla" og hvernig upplýsingar um blómgun úti í heimi hafa nýst við mat ða langtímaleitni hita. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Beikið í Danmörku er sagt laufgast 11. maí. Margar plöntutegundir fara eftir birtustigi (sólarhæð), sem er auðvitað afar óheppilegt á Íslandi, svo risjótt og óútreiknanlegt veðrið er hér oft og tíðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.4.2012 kl. 09:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður gott vor og sólríkt sumar, sem er ómetanlegt fyrir gróðurinn og lífsafkomuna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 09:48

3 identicon

Éld að það sé til skráning á laufgun birkis a.m.k. nokkra áratugi fram í tímann. Birkið stjórnast að mestu af sólargangi, en hitastig hefur þó einhver áhrif.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband