15.7.2012
Himinninn logaði í Hólminum
Það var tilkomumikið sólarlagið í Stykkishólmi í gærkvöldi. Sólin settist laust fyrir kl. 23:30, en það var ekki fyrr en eftir sólsetur sem sjónarspilið hófs. Þá tóku geislar sólar neðan sjóndeildarhrings að stafa geislum sínum á fremur há breiðu netjuskýja í um 5 km hæð og annarra háskýja þar fyrir ofan. Myndirnar tók ég til vesturs og norðvestur út yfir Breiðafjörðinn um kl. 00:30 eða um klukkustund eftir sólsetur þegar sólin var kominn þetta 5-6° undir sjóndeildarhring. Birtan úti við var undarleg bleikur og rauður liturinn endurkastaðist frá skýjunum.
Þetta er stund sem maður upplifir ekki að jafnaði nema einu sinni á hverju sumri og varla það.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 1790126
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið eru þetta flottar og tilkomumiklar myndir Einar. Takk fyrir að miðla þeim með okkur hinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 12:05
Jú jú Einar minn þetta uppæifir maður á hverju góðu sólarlagskvöldi þegar maður býr við Breiðafjörðinn og finnst þetta alltaf jafnfallegt
Sigríður Diljá (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:38
Þetta er raunar algjörlega svo sannarlega fordild að fá að upplifa svona fegurð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.