Hálkan á veðurmælum höfuðborgarsvæðisins

Radar_27.mars kl.0715Í Garðabæ við Vífilsstaðaveg fór hitinn í 2 m hæð undir frostmark á tímabilinu frá um kl. 4:30 til rúmlega kl. 06, en eftir það hlánaði.  Veghitinn var undir frostmarki um svipað leyti en “frostakaflinn” í veginum varði skemur sem kemur dálítið á óvart.

 

Á Sandskeiði hefur verið meira og minna eins til tveggja stiga frost frá því um kl. 1 í nótt.  Að vísu virðist hitinn hafa farið upp fyrir frostmark um tíma kl. 6.

 

Svipað sögu er að segja við Jaðarsel, þar sem Gatnamálastjóri Reykjavíkur er með stöð, þar var hitinn undir frostmarki í 2 m. hæð frá því um kl. 2 í nótt. Góðar mælingar eru grunnur upplýsinga og í því sambandi er brýnt að koma öllum þessum ágætu veðurathugunarstöðvum á eina vefsíðu svo notendur geti áttað sig fljótt og vel á stöðu mála.  Í dag eru þær dreifðar of víða um lendur vefjarins.

 

Þessu til viðbótar hefur verið éljagangur í nótt og í morgun þó ekkert tiltakanlega mikill. En eins og meðfylgjandi mynd úr veðursjá Veðurstofunnar ber með sér gekk einmitt eitt élið yfir a.m.k. austurhluta höfuðborgarsvæðisins upp úr kl. 7 í morgun.

 

Ekki þarf að taka fram að þetta eru kjöraðstæður fyrir hálkumyndun, þ.e. hiti undir frostmarki og úrkoma auk þess sem götur voru flestar blautar fyrir.   Vitanlega er það svo að sums staðar eru vegir og götur hálkuvarðar með salti áður en umferð hefst að ráði.  Fróðlegt væri að vita hvort þeir vegir þar sem bílar lentu í óhöppum hafi verið hálkuvarðir og þá hvenær.   Nokkrir aðilar koma að hálkuvörnum og snjóhreinsun hér á höfuðborgarsvæðinu;  Vegagerðin sér um helstu stofnbrautir, Gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar um aðrar götur og síðan tæknideildir hinna sveitarfélaganna um sínar húsagötur og tengibrautir.  Fjölmargir verktakar sem annast síðan þjónustuna fyrir hönd a.m.k. sumra sveitarfélaganna.  Unnið er eftir heilmiklu kerfi og margir bílar ræstir út um miðja nótt til að fyrirbyggja hálku þegar aðstæður eru hagstæðar ísmyndun á vegum.


mbl.is Hálka veldur umferðaröngþveiti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég hef lengi tekið mark á veðurspám. Og öll mín samúð er með þeim sem halda um buddu hins opinbera, sama hvort er ríki eða borg. En sem ég sat í langri röð bíla og allir töfðust vegna hálku varð mér hugsað til kostnaðarins. Ef 5000 manns tefjast um hálftíma er kostnaðurinn kannski tvær og hálf milljón. Ef fjöldinn er meiri og tafirnar lengri er kostnaðurinn hærri. Því er áríðandi að viðbragðsáætlun saltaranna sé góð og umfram allt: Ekki treysta á að umhleypingar leysi vandann! Stundum finnst mér söltunarstjórar geri það.

Sigurður G. Tómasson, 27.3.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1788777

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband