12.6.2007
Glæsileg mynd -hér í stærri upplausn
Ingibjörg Jónsdóttir er einkar fundvís á góðar tunglmyndir. (sjá síðu hennar, Hafís við Ísland).
Græn/rauða geislunarútgáfan er sérlega athyglisverð nú, bæði þegar þónokkur háfís er enn á sínum slóðum úti á Grænlandssundi og eins þegar snjór, jafnvel nýlegur snjór situr í fjöllum t.d. á N-verðum Vestfjörðum.
H ér er hins vegar ljósmyndin er betri upplausn. Fjöldi veðurathugunarstöðva hefur gefið upp heiðríkju í dag og þokan sem var við Norðurland í morgun, hefur verið á hröðu undanhaldi. Suðaustanlands hefur aftur á móti verið skýjað eins og sjá má og jafnvel úrkomuvottur. Yfir landinu er háþrýstingur og almennt niðurstreymi lofts. Einu bólstraskýin sem talandi er um að myndast hafi í sterku sólskininu yfir landinu má sjá á myndinni. Ógreinilega þó, en þau eru yfir Reykjanesfjallgarðinum. Höfuðborgarbúar gátu lík séð þau með eigin augum. Suðvestur af Hofsjökli virðast vera ský, en græn/rauða útgáfan sýnir svo ekki verður um villst að þar er á ferðinni snjór í "Hreppafjöllunum"
Ísland séð utan úr geimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fallegar myndir | Breytt 8.9.2009 kl. 10:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk kærlega
Steinar (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:03
Þessi mynd er nú ekkert slor heldur: http://veimages.gsfc.nasa.gov/16716/image02022004_lrg.jpg
Hægt er að geta sér til um það hvað klukkan er þegar þessi mynd er tekin ef maður skoðar skuggana sem falla á fjöllin.
Hvaða tíma dags haldið þið að þessi mynd sé tekin?
Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:00
Þessi umrædda vetrarmynd frá 2004 er fræg Einar Örn ! Hún hefur farið víða um lendur netsins. Maður þekkir hana á sveipnum út af Vestfjörðum.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 13.6.2007 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.