2.9.2008
Hlýindi í haust !
Þær veðurlagsspár sem eru aðgengilegar nú fyrir september til nóvember eru allar í sömu áttina:
a. Frekar hýtt á landinu. 1-2°C yfir meðalagi, einkum norðvestantil og norðanlands. 50-70% líkur að það verði í hlýjasta lagi (80% eða í efsta fimmtungi)
b. Fremur úrkomusamt verður um vestanvert landið miðað við meðaltal, en úrkoma í meðaltali eða þaðan af minna austan- og suðaustanlands. Meira um tilkomulítil, en rakaþrungin lægðardrög.
c. Hærri þrýstingur yfir hafsvæðunum suðaustur af landinu og Skandinavíu. Lægðagangur hér við land minni og ómerkilegri heilt yfir en annars hér á haustin.
d. Ríkjandi vindar verða frekar S og SV á kostnað A- og NA-átta.
Reikningar IRI við Colombia háskólann í New York gefa svipaðar niðurstöðu, þ.e. að á Íslandi séu verulegar líkur á meðalhita þessa mánuði í efsta þriðjungi. Breska Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkuð stöðugu veðri á Bretlandseyjum með minni úrkomu en í venjulegu árferði, í samræmi við háþrýsting að jafnaði þar og norður á okkar slóðir.
Horfur um veður í sumar gengu ótrúlega vel eftir. Við sjáum hins vegar til með haustið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þetta Einar.
Það er gott að heyra að það verði ekki miklar líkur á hvössum vindi, eins og er stundum á haustin. Ég man hvað síðasta haust var hryssingslegt og ætla ég að vona að það verði ekki endurtekið.
Sigurjón, 3.9.2008 kl. 01:36
Betri gæti spáin varla verið fyrir okkur austlendinga.
Kannski ná snjóalög síðasta vetrar að bráðna álíka og síðustu ár, þrátt fyrir allt.
Þorbjörn, 3.9.2008 kl. 08:52
Þessar fréttir glöddu mig. Þar sem ég hyggst vera í fríi hér á Klakanum goða allan sept. Ætli stefnan verði ekki m.a. tekin á Langasjó og Laka. Hvar ætli sé best að nálgast bláber a SA-landi?
Ketill Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 09:47
Þetta eru góðar fréttir. Þetta var svona haustin 1971, 1972, 1975, 1980, 1985, 1987, 1989 og 1990 man ég. Einnig haustið 2002
Veðurguðinn (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:49
Takk fyrir þetta! Gaman að fá svona langtíma spá. Vonaglaður taki nú haustinu mót... með regnhlíf.
Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:02
Í Ameríku á austurströndinni, Rhode Island og nærliggjandi fylki, kölluðum við þetta Indian summer þ.e. þegar svona hitabylgja kom að hausti.
Kolbrún Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 19:26
Var það sumsé í Bandafylkjunum?
Sigurjón, 3.9.2008 kl. 20:28
Akkúrat Sigurjón
Kolbrún Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 20:32
Þakka þér fyrir Einar að gefa okkur þessar upplýsingar. Nú er bara að vona að þetta rætist. Haltu áfram að taka saman svona langtímaspár. þær eru forvitnilegar.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:33
Gott fram undan hér á Akureyri.
Haraldur Bjarnason, 3.9.2008 kl. 23:07
Góð haust eru silfri betri!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 23:26
Ekki amarlegt að fá svona spá eftir eitt frábærasta sumar sem umm getur Þökk sé þér Einar að miðla okkur af þinni þekkingu
Gylfi Björgvinsson, 5.9.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.