7.2.2009
26 stiga frost við Mývatn í morgun
Kuldatíðin náði nýjum hæðum snemma í morgun þegar frostið fór í 26 stig á mælinum á Neslandatanga við Mývatn. Í Möðrudal á Fjöllum var frostið 25 stig um svipað leyti.
Sýnist þetta vera mesta frostið þennan veturinn í byggð, en í Mývetningum sjálfum þykir frostið ekki mikið fyrr en það fer yfir 30 stigin. Eins og svo oft áður er þetta bitra frost einvörðungu á vissum stöðum í innsveitum. Einnig var yfir 20 stiga frost fremst í Bárðardal (Svartárkot) og á Brú í Jökuldal.
Þess má geta að mesta frost sem mælst hefur hér á landi er 38 stig, frostaveturinn 1918, á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum.
Mynd: Við Héðinshöfða að vetri til. (fengin af vefnum myvatn.is)
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 26.8.2009 kl. 13:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frostið 1918 var reyndar -38 stig.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2009 kl. 13:09
Mesta frost sem ég hef upplifað var ekki hérna á Fróni heldur í "heita" landinu Svíþjóð, -33 C° + loftraki. BRRRRRRRRRRRRRRR.....
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:51
Auðvitað Sigurður Þór. -38°C. Veit ekki hvaðan þessari tölu, -44 hefur skotið í kollinn á mér :) Leiðréttist strax.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 9.2.2009 kl. 09:14
Stundum fáum við svona augnabliks meinlokur þó við vitum í rauninni betur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.