12.12.2009
Mikið rignt suðaustanlands
Síðasta sólarhringinn hefur mikið rignt suðaustanlands, þó ekkert meira en gengur og gerist við þessi skilyrði þegar milt og rakt loft er þvingað með S- og SA-átt yfir Vatnajökul.
Mesta sólarhringsúrkoman var á eftirtöldum stöðum:
- 143,4 mm Kvísker
- 127,4 mm Snæbýli í Skaftártungu
- 94,3 mm Dalshöfði í Fljótshverfi
Stöðin Lónakvísl inn undir Langasjó kemur þarna einnig við sögu með 106 mm.
Í Reykjavík þótti mörgum vera ausandi rigning í allan gærdag. Engu að síður mældist ekki nema tæplega 19 mm í höfuðborginni.
Í dag mun áfram rigna, en nú frekar fyrir miðju Suðurlandi og vestur á Reykjanes, en minna eða lítt þarna austurfrá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 4
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1790174
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldurðu að sprænan sú arna heiti ekki Lónakvísl?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:47
Ójú Þorkell !
Einar Sveinbjörnsson, 12.12.2009 kl. 23:33
Lónahvísl er meira duló og seiðandi nafn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.