Aðventuhlýindi fyrir austan.

Borgarfjörður 12des2009/Hafþór Snjólfur HelgasonHitinn á Skjaldþingsstöðum á Vopnafirði hefur komist í um 15 stig það sem af degi. Þar hefur hitinn verið nokkuð jafn í dag og ekki annað hægt en kalla hitann sumarlegan. Í SV-áttinni hefur líka verið úrkomulaust.

Pressan segir frá svipuðum hlýindum á Borgarfirði eystra í dag og er meðfylgjandi mynd fengin þaðan.  Hafþór Snjólfur Helgason er ljósmyndarinn.

Íbúar Austurlands eru ýmsir vanir þegar kemur að  veðráttunni að vetri.  Þannig mældust 18.2°C á Skjaldþingsstöðum 14. desember fyrir 12 árum, þ.e. 1997.  Sá hiti er sá hæsti sem mælst hefur hér á landi í desember. 

Alls ekki er loku fyrir það skotið að mögulega eigi eftir að mælast í kvöld  hærri hiti en þær 15 gráður á sem mælirinn sýndi á Skjaldþingsstöðum í morgun. Til þess þarf ekki annað en mjög ákveðinn vind hlémegin fjalls sem dregur jafnframt niður hlýtt loft úr efri lögum.  Tími sólarhringsins eða hvort bjart sé af degi ef ekki, skiptir engu í þessum samhengi nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gaman væri ef veðustöð yrði komið á laggirnar í Borgafirði eystra.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í fréttinni á Pressunni var talað um 11 stiga hita en það er sami hiti og hefur mælst í Reykjavaík í dag og í gær! En á Borgarfirði eystra hefur ekki rignt, auk þess sem hitinn hefur eflaust farið þar nokkru hærra en í 11 stig. Samt má ekki gleyma því að víða á suður-og vesturlandi hefur verið 10-12 stiga hiti í tvo daga. Það eina sem Sjónvarpið hafði um það að segja í fréttunum í kvöld var að það hafi verið ''rok og rigning'' í Heiðmörk í dag.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 20:07

3 identicon

Mamma er fædd og uppalin á Neskaupstað. Hún man eitt sinn eftir því að hafa leikið sér á stuttermabol á milli jól og nýárs einhverntímann á 7.áratug síðustu aldar þar í bæ. Gaman væri að vita ártalið og jafnvel hitastig á nærliggjandi stöð!

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aðeins einu sinni náði hitinn á 7. áratugnum 10 stigum einhvers staðar á landinu milli jóla og nýjárs. Það var 1969 þ. 27. og 28. en seinni daginn mældist 11.4 á Seyðisfirði en veðurstöð var þá ekki enn komin á Neskaupsstað en 12.4° voru þ. 27. á Hallormsstað. Hitinn á Neskaupsstað gæti hafa  verið áþekkur þessum tölum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 1786720

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband