Sólin farin að verma

Jafnvel á ísköldum degi eins og í dag finnur maður að sólin er farin að verma yfirborðið.  Þetta sést glöggt á veghitamælingum Vegagerðarinnar þar sem snjór og klaki er ekki til staðar, eins og til að mynda á Sandskeiði.

Veghiti Sandskeið 22. og 23. feb. 2010Dægursveiflan er mikil, frá -12°C í -4°C um kl. 15 þegar vegyfirborðið varð hvað "heitast".  Þess má geta að snemma í morgun var nánast logn og því hitahvarf við jörðu á meðan það blés ákveðið um miðjan daginn.  Dægursveiflan er samt staðreynd.  Þegar sól er í hádegisstað um kl. 13:30 er sólarhæðin 15 til 16° á suðurhimninum þessa dagana. Sú sólarhæð er næg til að upphitun yfirborðs verði merkjanleg þar sem endurkast er lítið eins og raunin er með þurra vegklæðninguna.

Sólarhæðin er undir 10° frá um 10. nóvember fram yfir mánaðarmótin janúar/febrúar.  Þá er óhætt að segja að geislun sólarinnar hafi enga þýðingu fyrir varmahag yfirborðsins.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft gott að nota þessa síðu til að sjá sólarupprás og setur, hádegisstöðu o.fl.

http://www.timeanddate.com/worldclock/astronomy.html?n=211&month=2&year=2010&obj=sun&afl=-11&day=1

Þessi er líka góð

http://www.gaisma.com/en/location/reykjavik.html

Ari (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessuð sólin. Takk fyrir þennan fróðleik.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.2.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 1786727

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband