Snjódýptin 100 sm í Vík

100226_0900.gifSnjódýpt var metin og mæld á veðurathugunarstöðvunum Veðurstofunnar í morgun.  Í Vík í Mýrdal var hún álitin vera 100 sm eða eins meters jafnfallinn snjór.  Í gær þegar ofankoma var sem áköfust var vindur um og yfir 10-12 m/s.  Ekki svo hvasst en nægur vindur engu að síður til að feykja í skafla.  Athygli vekur að úrkoma síðasta sólarhring mældist ekki nema 10 mm.  Það er hvorki í samræmi við snjódýptina né heldur það fannfergi sem nú er í Mýrdalnum.  Það er líka alþekkt vandamálið sem fylgir úrkomumælingum í snjókomu og skafrenningi.

Mælingamanni í Vík hefur verið vandi á höndum við að meta jafnfallinn snjó, en engin ástæða er til þess að rengja mælinguna á nokkurn hátt.  Snjóþyngsli eru mikil í Vík og þar í kring. Á Stórhöfða er snjódýptin aftur á móti ekki nema 15 sm.  Pálmi Freyr Óskarsson veðurathugunarmaður sagði hér í nótt að skafið hefði af Höfðanum í rokinu í gær og lítill sest þar til að snjónum.

picture_28_964622.pngVið sjáum líka á þessu landsyfirliti að við Skeiðsfoss í Fljótum er mæld snjódýpt 85 sm.  Þar hefur verið að bæta á snjóinn jafnt og þétt síðustu 10-12 dagana.  

Meira um snjódýptarmælingar, vandkvæði þeirra og skráð met frá Skeiðsfossi 1995 má lesa í pistli Trausta Jónassonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband