Gosmistur líkast til algengt næstu vikurnar

Gosmistur má kalla það nú þegar laus efni, bæði askan sem fallið hefur til jarðar sem og aurinn sem situr nú eftir við neðanverðan farveg Markarfljóts.  Eins og meðfylgjandi tunglmynd úr smiðju Ingibjargar Jónsdóttur frá því í dag (24. apríl) ber með sér sést strókur sem leggur  til vesturs skammt úti af Suðurströndinni. 

Í dag var strekkings A-átt á þessum slóðum og loft afar þurrt.  Við þær aðstæður fjúka fínefnin auðveldlega frá gossvæðunum. Minnst af þessu er aska komið beinustu leið úr gígnum nú eftir að gosið hefur tekið breytingum.  En fjúkandi gosmistrið er litlu skárra í umhverfi sínu.  Helst að það verði friður fyrir þessu í vætutíð og vonandi fáum við sem flesta rigningardaga á næstunni og mikil má hún jafnframt verða sem nær að skola þessum ófögnuði sem mest í burtu og til sjávar. 

24. apríl kl. 11:37


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan dag Einar.

Er það ekki aðeins askan sem kemur beint úr gígnum og þeytist upp í háloftin sem hefur áhrif á flug - þ.e.a.s. miklu fremur en rykið sem fýkur af jörðinni...?   

Ef minnst af þessu sem er að fjúka kemur úr gígnum, megum við þá ekki gera ráð fyrir að samgöngur í lofti fari að komast í lag? 

Mistur af völdum sandfoks er ekki mjög óalgengt hér á landi og eyðimörkum eins og Sahara, án þess að það hafi áhrif á flugumferð. Sjá t.d. þessa mynd

Fróðlegt væri að fá álit þitt á þessu Einar, því ég þykist vita að margir bíða í ofvæni eftir að samgöngur komist í lag...

Ágúst H Bjarnason, 25.4.2010 kl. 09:42

2 identicon

Góðan dag Einar

Undanfarin þrjú kvöld höfum við hér á Hala orðið vör við hljóð úr umhverfinu sem einna helst líkjast snöggum sprengingum eða brestum, ekki beint eins og þrumur en tekið hefur undir í fjöllunum í kring. Hljóðin virðast koma úr vestri eða norðvestri og í gærkvöldi heyrðust þau á móti ríkjandi vindátt. Í gærkvöldi tóku amk, tveir einstaklingar eftir sprengingunum  voru staddir á sitt hvorum staðnum, en  voru þó báðir  hér heima á Hala.  Fyrir tveimur eða þremur dögum var maður á gangi inn á Steinadal síðla dags og heyrði í miklum þrumum í vesturátt og hélt að þetta væri bara þrumuveður þó að engar eldingar hafi sést og reyndar var ekki rigning eða veðurfar sem bent gæti til að væru þrumur og eldingar. Í gærkvöldi var það þannig að hestar ókyrrðust og hlupu af stað, gæsir flugu upp og hundarnir á bæjunum urðu greinilega hræddir , en þeir hafa ekki góða reynslu af slíkum hljóðum frá gamlárskveldum undanfarinna ára. Getur verið að þarna sé um einhvers konar þrumur að ræða eða hitaskil í háloftum sem orsaka þetta, engar eldingar eða ljósleiftur sáust en eftir því horfðu þeir sérstaklega í gærkvöldi. Oft kemur hrap úr fjallinu hér ofan við bæinn með miklum hávaða, en þeir sem hafa heyrt þetta eru sammála um að þetta sé alls ekki hrap, enda sést það alltaf greinilega þegar um svona mikinn hávaða er að ræða. Gaman væri að heyra frá þér um þetta við tækifæri  Kær kveðja
Þorbjörg á Hala

Þorbjörg Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband