Lítil snjóalög á Hornströndum

Úr Sigluvík í Reykjarfirði 21.júní 2010Var að koma úr velheppnaðri ferð um hluta Hornstranda.  Hafði heyrt það víða að lítið þýddi að ganga um þessar slóðir og yfir fjallaskörð þetta snemma sumars, eða um og upp úr 20. júní þar sem enn væri talsverður snjór.  Ég efa það ekki að slíkt á við í venjulegu árferði, en nú er bara ekkert sem hægt er að kalla venjulegt árferði í þessum efnum. Veðrið var gott, hlýtt framan af og sama sem úrkomulaust, en lágskýjað og þoka þegar leið á. Gróður var allur í miklum blóma og hvönnin stórvaxna á Hornströndum komin í öran sumarvöxt.

Á leið okkar frá Reykjarfirði norður í Hornvík, var 5 eða 6 sinnum farið yfir fjöll eða fjallaskörð.  Aðeins í tvígang urðu á vegi okkar litlir snjóskaflar og fönnin alræmda í Kýrskarði á milli Látravíkur og Hornvíkur var nánast horfin. 

Ragnar Jakobsson/vikari.isRagnar Jakobsson sem fæddur er í Reykjarfirði 1930 og hefur verið þar að a.m.k. sumarlagi meira og minna síðan, minnist þess ekki að snjór í fjöllum í sumarbyrjun hafi verið jafnlítill og nú. Munar þar mestu að veturinn ver sérlega snjóléttur á þessum slóðum og raunar til fjalla um mest allt land.  En hlýindakaflinn sem gerði dagana í kringum 17. júní hafði líka sitt að segja og grandaði smáskellum og fönnum til fjalla um alla Vestfirði. Enda sá á leiðinni norður Strandir á meðan enn var þetta hlýtt að lækir og vatnsfarvegir voru fjörugir þó lítið hafi farið fyrir rigningu dagana á undan.  

Í Reykjarfirði hafa menn einmitt talsverðar áhyggjur af skorti á vatni í árferði sem þessu í sumar, nema að taki að bregða til vætutíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband