Þegar þetta er skrifað og athuganir liggja fyrir kl. 07 hafa eftir eftirfarandi háar hitatölur komið fram:
- Skaftafell 14,0°C um kl. 03.
- Reykir í Fnjóskadal 13,9°C kl 06.
Á Vegagerðarstöðvunum sem sjá má slóðinni www.vegagerd.is má finna enn hærri hitatölu
- Steinar undir Eyjafjöllum ca. 15°C kl.04.
- Lómagnúpur ca. 13°C kl.06.
Til viðbótar þessu hefur líka verið allhlýtt á Siglufirði og þar í grennd í morgun.
Hlýja loftið sem er að finna uppi í um 1200-1500 metra hæð hefur sem sé náð niður í stutta stund á stöku stað, en víðast á landinu er hiti annars ekki nema 3 til 6°C. Sérstaklega voru miklar sveiflur í Skaftafelli, því rétt áður en hitinn þar fór í 14° mældist hann ekki nema 1,9°C (skoðið hér sjálf). Hitanum skolaði niður í einni NV-vindhviðu upp á þó ekki nema 11 m/s.
Það vantar örlítið meiri upp á vindinn hlémegin fjalla til þess að komamestu hlýindunum niður til yfirborðs jarðar. Það gæti svo sem enn átt eftir að gerast til hádegis. Við fylgjumst áfram með !
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | 24.1.2007 (breytt 14.9.2009 kl. 14:14) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1790430
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt fyrir hádegi var 10 - 11 stiga hiti á heimilismælinum og í bílnum hér á Dalvík, ég keyrði til Akureyrar um hádegið 45 km..og þar var 3 - 5 stiga hiti, mismunandi eftir stöðum... ég kom til Dalvíkuraftur um 13.30 þá var hitinn þar 9 - 10 stig.
Júlíus Garðar Júlíusson, 24.1.2007 kl. 19:06