Igor að ummyndast í djúpa og krappa lægð

picture_2_1028536.pngSvona a.m.k. að hálfu leyti virðist gamli fellibylurinn Igor ætla að ná endurnýjuðum krafti sem lægð í vestanvindabeltinu.  Þennan þriðjudagsmorgunn er Igor suðvestur af Nýfundnalandi á leið í veg fyrir kaldan kjarna í háloftunum.

Tölvureiknaðar spár gera ráð fyrir því að Igor dýpki aftur, en hann þrýstingur í miðju er nú um 965 hPa og hefur Igor sem fellibylur vekst mjög síðasta sólarhringinn.  Nú fellur hins vegar þrýstingur á nýjan leik, þó svo að hitabeltisloftið og haustkalda loftið í norðvestur yfir Labrador nái ekki fyllilega saman.  Lægðin eða Ex-Igor eins og Breska Veðurstofan kallar hana er spáð sem leið liggur skammt fyrir sunnan Nýfundnaland og nær sennilega mestir dýpt á Labradorhafi í fyrramálið um kl. 06, líklega um 945 hPa.  Þó mjög hvasst Ölduhæð, spá 22sept 2010 kl. 06.pngverði syðst á Nýfundnalandi og aftakaúrkoma eftir því síðar í dag, má reikna með að versta veðrið verði úti á rúmsjó fyrir sunnan og suðaustan lægðarmiðjuna þar sem þrýstilínurnar eru hvað þéttastar og vindur nokkuð samsíða ferli lægðarinnar.  Á þessum slóðum má reikna með 11 til 12 metra ölduhæð í nótt og fyrramálið eins og myndin sýnir (af wetterzentrale.de).

Syðst á Grænlandi mun líka blása hressileg af SA og A á morgun, en þá verður lægðin líka farin að grynnast.

Hér á landi verða beinu áhrifin nærri því engin, en vissulega hefur þetta djúp lægð að haustinu áhrif á stóru myndina og óbeinu áhrifin verða því sú að opna fyrir streymi af mildu lofti úr suðvestri hingað síðar meir um helgina og eitthvað  framan af næstu viku ef að líkum lætur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband