"Dautt" veður ?

22. nóv 2010 kl. 23 /VÍ.pngEf hægt er að segja að veður sé "dautt" þá gerðist það að kvöldi 22. nóvember kl. 23.  Veðurkortið af Veðurstofunni gefur ekki til kynna að allir mælarnir séu dottnir út, að það sé ein allsherjarbilun í kerfinu eins og kannski mætti ætla.  Nei, á þessum fimm stöðvum, þ.e. á Reykjavíkurflugvelli, við Veðurstofuna, á Korpu, í Geldinganesi og á Kjalarnesi var hitinn 0°C og logn að auki. Á þeim öllum og það samtímis, hvort sem þið trúið því eða ekki ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Sérkennilegt svo ekki sé meira sagt. Er staddur í Víkurhverfinu þar sem maður fann allt detta í dúnalogn.

Hörður Sigurðsson Diego, 23.11.2010 kl. 00:24

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er alger veðurleysa - kannski hið eina og sanna ó-veður.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.11.2010 kl. 00:44

3 Smámynd: Björn Emilsson

Kuldi í Seattle. Veðurmaðurinn í kvöldfréttunum fimbulfaldaði mikinn hve kalt væri niður í 21 stig F. Til samanburðar fór hann yfir kortið og kom með að á North Pole i Alaska væri 31F , Nuuk Greenland 31F og loks Reykjavík Iceland, you rembember the vulcano last year 31F too. All warmer than Seattle !!! Og hló við.

Björn Emilsson, 23.11.2010 kl. 02:05

4 identicon

Sérkennilegt líka þegar Veðurstofa Íslands tók að nota tákn fyrir breytilega átt þegar er logn.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 13:09

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Lognið á undan storminum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.11.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 1786707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband