Vorvešur ķ Nuuk

Stefįn Mįr Įsgeirsson er viš vinnu į vesturströnd Gręnlands.

Hann sendi svohljóšandi kvešju ķ athugasemd ķ morgun:

Ég er aš vinna viš virkjanaframkvęmdir į vesturströnd Gręnlands rétt noršur af Ilulissat į 69.3°N (um 350 km noršan viš heimskautsbaug).  Hér hefur varla komiš frost svo heitiš geti ķ mįnuš eša svo.  Gekk upp į fjall į mįnudaginn 29.nóv alveg upp viš jökulinn.  Fékk ķ fangiš SV vind ca. 15-17m/sek og ca 6° til 8° hita beint af jökli.  Er žetta afbrigšilegt vešur fyrir stašsetningu og įrstķma ? 1-2° frost nśna. 

Jį žaš er rétt aš vešriš er afbrigšilegt į žessum slóšum, en hitinn fylgir einmitt sterku neikvęšu śtslagi į Noršuratlastshafssveiflunni (NAO) eins og fjallaš var um hér į dögunum.

Į vef Dönsku Vešurstofunnar, DMI mį nįlgast lķnurit meš męlingum aš undanförnu og valdi ég Nuuk, sem vissulega er heldur sunnar en Ilulissat.  Engu aš sķšur er hitafrįvik frį mešallagi sķšustu 15-18 dagana ansi stór.  Myndin til vinstri sżnir nóvember, hįmarks- og lįgmarkshita dagsins og grįa lķnan nešst er mešalhiti. Til hęgri eru sķšan žeir dagar sem lišnir eru af desember.  Athugiš aš hitakvaršinn er ekki sį sami, en žaš breytir žvķ ekki aš ekki hefur veriš frost ķ Nuuk ķ mįnušinum og reyndar ekki frį žvķ um 18. nóvember sżnist mér !  Žetta er meš hįlfgeršum ólķkindum žvķ mešalhitinn er um -5°C.

Handan Gręnlands, s.s. į Svalbarša er ašra sögu aš segja, žar hefur veriš frekar kalt og undir mešallagi. Um žessar mundir er yfir 20 stiga frost

vejrarkiv_nov_1047069.pngvejrarkiv_des_1047073.png

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (14.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 66
  • Frį upphafi: 1786815

Annaš

  • Innlit ķ dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir ķ dag: 8
  • IP-tölur ķ dag: 8

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband