Stórsjór úti fyrir Norðurlandi

iw1101070601.gifVarað var við hugsanlegum sjávarflóðum í höfnum Norðanlands á meðan norðankastið er að ganga yfir.  Sérstaklega nú snemma í nótt á kvöldflóðinu.  Á vef Siglingastofnunar er hægt að nálgast fínar ölduhæðarspár.  Sú sem hér er sýnd gildir kl. 06 að morgni 7. jan (eftir greiningu 6. jan kl.00).  Sjá að á rúmsjó norður af landinu er gert ráð fyrir 14 metra ölduhæð.  Það er ekkert annað en stórsjór og sérlega mikil ölduhæð á alla mælikvarða. 

Öldumælingadufl Siglingastofnunar á Grímseyjarsundi virðist vera úti og því fást ekki raunmælingar og þá samanburður við þessar spár sem eru hluti af spákerfi Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar ECMWF úti í Reading.  Reynslan af þessum ölduspám hefur þótt vera nokkuð góð hér við land, en athugið að kerfið tekur eingöngu til úthafsöldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í óveðrinu mikla, á fyrrihluta ársins 1991, var ég á frystitogara úti fyrir Suðurlandi. Þá var einmitt stórstraumur með tilheyrandi flóðum, m.a. á Stokkseyri og Eyrarbakka. Það var "slowað" upp í vindinn og ég man að við vorum nokkrir upp í brú og störðum eins og dáleiddir á þessar hamfarir. Þegar vindurinn náði hámarki var eins og hann "heflaði sjóinn og öldugangurinn minnkaði til muna. Særokið var eins og skafrenningur á haffletinum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 01:04

2 identicon

þú ert að tala um 3. feb. 1991?

Ingimar (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 09:12

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Flóðin á Eyrarbakka og Stokkseyri voru 9. janúar 1990.

Sjá nánar bloggið Brim á Bakkanum.

http://brim.123.is/default.aspx?page=page&id=87/

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 7.1.2011 kl. 10:14

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig minnir að þetta hafi verið 91, en kanski er það hið fræga misminni... sem gerir stundum vart við sig

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 10:57

5 identicon

Þegar ölduhæð er 14 m er hafrót en hærri öldur aftaka hafrót. Í morgun kl. 10 var ölduhæð á Grímseyjarsundi 12 m. 9. janúar 1990 var ölduhæðin við Surtsey um 16 m en sú mesta yfir 22 m og talin aflmesta alda sem hafði mældst á Jörðinni.  3. febrúar 1991 mældist mesti vindhraði á Stórhöfða 110 hnútar (57 m/s)

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 13:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þá hefur þetta verið 91, en flóðin á stokkseyrarbakka 90

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 1788586

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband