16,4°C í Reykjavík í dag 8. maí

Þau eru eiginlega alveg ótrúleg umskiptin í veðrinu suðvestanlands á aðeins einni viku.  Síðasta sunnudag, 1. maí var meðalhiti þess dags í Reykjavík +1,5°C og álíka hiti hafði verið dagana á undan.  Alls ekkert þá sem minnti á vorkomu, nema dagur í almanakinu. Svo ekki sé nú talað um snævi þakta jörðina þann morgunn.  Um nóttina fóru yfir hitaskil og strax 2. maí tók að hlýna.

bilde_1082411.jpgDagana 2. til 8. maí hefur meðalhitinn verið um 8,5°C.  Það er svona álíka og gera má ráð fyrir seint í maí eða byrjun júní.  Um miðja vikuna sá maður eiginlega grasið grænka í görðum og í hitanum í dag gerðist það sama með knúpa ýmissa trjátegunda, sem tútnuðu út forsælu.  Gróðurfarið er einfaldlega á fullu við að hrista af sér vetrardrómann frá síðustu viku og koma sér í sumarskrúða.  Ég man ekki eftir örðum eins umskiptum og jafn "meginlandslegri" vorkomu hér suðvestanlands og nú.   En það getur svo sem átt eftir að slá í bakseglin ef gerir norðankast ef einhverri sortinni eins og oft sést í þessum mánuði.

En í Reykjavík komst hitinn í 16,4°C í dag og hæsta gildi á landsvísu var 18,4°C á Þingvöllum. Nær þó ekki því þegar fór í rúmlega 20 gráður á Skjaldþingsstöðum svo snemma sem 9. apríl eða fyrir réttum mánuði ! 

Ljósm: Nauthólsvík í dag. visir.is/Vilhelm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 1786669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband