Noregur: Versti snjóflóðavetur í 25 ár.

mim4snirj4oni2ovfynyvgzjp7ehxtbldnpcab58qzhq.jpgSamantekt um fjölda látinna í snjóflóðum í Noregi leiðir í ljós að alls biðu 13 manns bana í snjóflóðum víðsvegar um landið í vetur.

Flóð féll á hús í Balestrand í Sogni í mars og fórust tveir í því óhappi.  Þá lenti snjómoksturstæki í flóði syðst í Noregi fyrr í vetur og með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést.  Í öllum hinum tilvikunum var um fólk að ræða á skíðum eða vélsleðum í 9 óskyldum óhöppum.  Haft er eftir þeim Karsten Lied og Steinar Bakkehöj á frétt á yr.no að þeir hafi ekki séð jafn ljótar tölur frá því veturinn 1985-1986 þegar 14 hermenn lentu í flóði við æfingar í N-Noregi.  Þeir Lied og Bakkehöj eru Íslendingum af góðu kunnir og voru hér ráðgjafar stjórnvalda við varnir gegn snjóflóðum í kjölfar stórflóðanna 1995.  Þeir störfuðu báðir á NGI (Norsk geoteknisk Institut), en eru nú komnir á eftirlaun. Á NGI starfar nú Árni Jónsson snjóflóðasérfræðingur og miðað við þessar óhugnalegu tölur eru verkefnin væntanlega næg hjá Árna og félögum.

Fólk er enn að lenda í flóðum og um síðustu helgi var þremur bjargað úr snjóflóði norður í Tromsfylki.  Menn hafa miklar áhyggjur af ferðalögum fólks yfir vetrartímann og sækja skíðamenn hærra upp í fjöllin.  Eins er það með fólk á vélsleðum sem fer lengra inn í óbyggðirnar og tekur meiri áhættu hvað varðar ótrygg snjóalög oft þvert á viðvaranir.  

Ljósm: yr.no / Vebjørn Karlsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband