18.10.2011
Haustþing veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt í dag k. 13:00. Að vanda í húsnæði Orkustofnunar á Grensásvegi. Að þessu sinni er það helgað veðri og orku. Flutt verða stutt og markviss erindi eins og áður á þessum gagnlegu þingum. Allt veðuráhugafólk er meira en velkomnið.
Eins og stundum áður verð ég með tölu og að þessu sinni um vindmælingar í mastri Landsvirkjunar ofan Búrfells. Hreinn Hjartarson mun líka vera með umfjöllun um svipað efni, en Landsvirkjun áformar beislun vindsins á þessum slóðum.
Annars er dagskráin sem hér segir:
* 13:05 Halldór Björnsson: ICEWIND samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum.
* 13:23 Nikolas Nawri: Spatial Variability of Surface Wind over Iceland based on Station Records, ECMWF Operational Analyses, and WRF Simulations.
* 13:41 Einar Sveinbjörnsson: Mælingar á hafgolu í uppsveitum Suðurlands með vindmastri Landsvirkjunar.
* 13:59 Hreinn Hjartarson: Samanburður ólíkra vindmæla í vindmastri Landsvirkjunar við Búrfell.
* 14:17 Kaffihlé.
* 14:40 Haraldur Ólafsson: Vindurinn og vindorkan í tíma og rúmi.
* 14:58 Hálfdán Ágústsson: Hermun ísingar á loftlínur.
* 15:16 Trausti Jónsson: Snjóhula og meðalhiti Óformleg umfjöllun sem á við landið allt.
* 15:34 Birgir Hrafnkelsson: Hámarks- og lágmarkshitar á Íslandi.
* 15:52 Umræður.
* 16:00 Þingi slitið.
Nánar um erindin á síðu veðurfræðifélagsins hér.
Vindmyllurnar á myndinni eru ekki héðan, heldur frá Íran.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 1788586
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.