Nor'easter

wxmap_1.jpgNY_Times_30okt_JessicaHill_AP.pngHrķšarvešriš snemmbśna viš austurströnd Bandarķkjanna er sżnis mér af dęmigeršri tegund sem Kaninn kallar Nor'easter og getur kallast upp į Ķslensku; NA-hvellur. Lęgš kemur askvašandi noršur meš Austurströndinni į sama tķma er meginlandiš kalt og žetta haustiš hafši kólnaš įkvešiš ķ lofti meš nęturfrosti alveg sušur ķ Virginķu, ķ žaš minnsta sķšustu daga fyrir helgi.  Lęgšin ber meš sér grķšarmikinn raka af Atlantshafinu og žegar žetta raka loft flęšir yfir žaš kaldara į meginlandinu og blandast aš hluta fellur śrkoman sem snjór. Śrkomumagniš getur oršiš verulegt og nokkur dęmi frį sķšustu 150 įrum aš New York borg hafi bókstaflega fennt ķ kaf ķ mestu NA-hvellum žessarar geršar, en žį um hįvetur.

Litla kortiš sżnir dęmi um afstöšu lęgša og helstu loftmassa į žessum slóšum, reyndar frį fyrr tķš.  Óvešur žessarar geršar eru hvert öšru lķk og oftast ašeins spurning hvar meš ströndinni slįi til hverju sinni og eins hvort śrkoman verši slydda eša snjór viš sjįvarmįl žar sem lķka er žéttbżlast.  

31storm-map-popup.jpgViš sjįum į mešfylgjandi įkomukorti af vef NY Times aš įętluš snjódżpt er allt aš um 1/2 m inn til landsins ķ Massachusetts og New Hampshire. 

Vandinn sem menn glķma m.a. viš er sį aš tré, einkum lauftré sligast undan snjónum sem oftar en ekki hefur veriš blautur og žungur.  Myndin er frį Glastonbury ķ Connecticut og dęmigert hvernig tré sem ekki hefur misst laufiš sligast og brotnar yfir raflķnu meš tilheyrandi straumrofi. Žessi stašur er ekki ķ nema mesta lagi 150 metra hęš yfir sjįvarmįli. (Ljósm: Jessica Hill /AP)

Ég fjallaši um vešur svipašrar geršar voriš 2007 og žį žóttust menn žį vestra heppnir aš fį žaš svo seint, en ekki um mišjan vetur.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 59
  • Frį upphafi: 1786817

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband