Gulrótauppskera í einmánuði

Í litlum kassalaga reit í garðinum hjá mér rækta ég gulrætur.  Ég planta mjög þétt og passa upp á að jarðvegurinn sé góður og ríkur af næringarefnum.  Síðastliðið haust var uppskeran svo mikil að að ekki tókst að torga henni allri, þrátt fyrir góðan vilja í þá átt eða alveg þar frysti og grösin sölnuðu.

En ég var ekki lítið hissa nú þegar myndarlegur skaflinn í bakgarðinum leysti og þíð jörðin koma undan snjónum að sjá í toppinn á gulrótunum. Og það sem meira var að þær bragðast nákvæmlega eins og þær gerðu í september, nema ef eitthvað er enn betur !  Vitanlega telst það til nýnæmis á þessum árstíma að fá nýupptekna garðávexti.

Gurlrætur 25.mars_2012_ESv.jpgGulrótin er rétt eins og gulrófan tvíær jurt og lifir af veturinn, þar sem seinna sumarið ferði fræmyndun og þá gegni rótin því hlutverki að vera forði ef ég skil líffræði þessara plantna rétt.  En ég hélt að veturinn hér á landið og frostið í jörðu gerðu út oftast nær af við plöntuna og þar með gulrótina.  Það á greinilega ekki við í vetur og snjórin sem lá yfir lengst af í desember og janúar hefur varnað því að frost hafi verið viðvarandi í jörðu hér á höfuðborgarsvæðinu. 

Gurlrætur 25.mars_2012_ESv(2).jpgÞað virðist vera nú að jörð komi alveg þýð undan snjónum.  Jarðvegshitamælingar við Veðurstofuna sýna hita yfir frostmarki niður á 50 sm þær mælingar styðja klakalausa jörð. Íslinsa getur þó verið neðar, en tíðarfarið og engar eða mjög takmarkaðar frosthörkum snemma í vetur nánast útiloka slíkt.  

Á Norðurlandi s.s.  í útveitum við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum þekkja menn hins vegar vel (einkum frá fyrri tíð) að jörðin kom frostlaus undan snjónum þegar hann leysti undir sumar.  Þá varð jörð iðagræn á örfáum dögum þar sem snjór hafði verið litlu fyrr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband