Athugasemd á vef Veðurstofunnar vegna

Global-swindle1Vek athygli á nokkuð löngu og ítarlegu andsvari á vef Veðurstofunnar sem ég þykist vita að komið sé frá Halldóri Björnssyni og/eða Tómasi Jóhannessyni.  

Í svari þeirra er að finna ýmsan fróðleik um veðurfarsbreyringar í tengslum við fullyrðingum sem komu fram í myndinni. Þar eru líka nokkrir gagnlegir tenglar fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á viðfangsefninu.  

Tengill er hér


Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli þessir tveir menn tali fyrir alla sérfræðinga Veðurstofunnar? Ef svo er ekki afhverju skrifuðu þeir ekki bara blaðagrein undir eigin nafni? Já, eða blogguðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góð grein, takk fyrir tengilinn. Á heimasíðu DMI er einnig vert að benda á þessa síðu Þarna eru ýmsar fróðlegar upplýsingar varðandi hlýnun andrúmsloftsins.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.6.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að þessi dæmalausa ritgerð skuli birt undir nafnleynd. Um er að ræða mikið deiluefni og að auki er vefur Veðurstofunnar lokaður öllum andsvörum. Opinber stofnun eins og Veðurstofa Íslands má ekki komast upp með svona vinnubrögð.

Ritgerðin er uppfull af rangfærslum og þykir engum undarlegt, þegar horft er til þess að heldstu heimildarmenn "höfundanna" eru þeir Steve Connor og George Monbiot, sem báðir er alræmdir æsingamenn á sviði umhverfismála. Til dæmis er Monbiot úthýst í fjölmörgum löndum og í Indónesíu var hann dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.6.2007 kl. 11:06

4 identicon

Það er nú bara akkúrat ekkert athugavert við þennan pistil. Nema það helst að hann passar ekki við persónulegar skoðanir sumra á hnatthlýnuninni. En hverjum er ekki sama um þær...?

Ísmaðurinn (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 10:54

5 identicon

Pistillinn er ekki birtur undir nafnleynd heldur undir nafni Veðurstofu Íslands. Andsvör við öllum málefnum sem Veðurstofan hefur með að gera er hægt að koma á framfæri með því að skrifa tölvupóst, bréf eða hringa í stofnunina. 

Sérfræðingar sem vinna á VÍ eru regluglega beðnir um að skrifa um ýmis málefni. Hingað til hafa þessir pistlar birtst í blöðunum, eða á vísindavefnum því vefur VÍ hefur ekki boðið upp á birtingu þeirra. En nú þegar birtingin er til staðar er sjálfsagt að efnið sé birt á vef stofnunarinnar, frekar en í öðrum miðlum. Pistlarnir fara í gegnum ritstjórnalegt ferli og eru ekki með nokkru móti persónulegar skoðanir þeirra sem þá skrifa heldur opinber stefna VÍ. Það er því firra að ætla þeim sem skrifuðu þennan pistil að blogga eða skrifa í blöðin, þessi pistill er skrifaður að beiðni ritstjórnar, og mjög sennilega eftir margar hringingar og fyrirspurnir til VÍ um þessa mynd.  

Elín Björk.  

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 11:46

6 identicon

Einusinni var jörðin talin flöt af færustu vísindamönnum. Þeir gátu sannað það með öllum sínum vísindum. Ekki skaðaði að það féll vel að pólitískri rétthugsun þess tíma. Það var hættulegt að véfengja niðurstöður þessara færu vísindamanna.

Nú virðist Veðurstofa Íslands hafa verið tekin í söfnuðinn og ætlar að aðlaga sín vinnubrögð að pólitískri rétthugsun vorra tíma. Nú er hennar sannleikur það sem kemur frá pólitískt skipaðri nefnd. Gögn og niðurstöður rannsókna skulu ekki gagnrýnd nema þau falli ekki að trúnni. Héðan í frá skulu allir sem eitthvað nám hafa stundað við háskóla  teljast vísindamenn. Nema þeir séu ósammála trúarkenninguni, þá skal titla þá eftir fræðigrein, tannlæknir, félagsfræðingur, hagfræðingur o.s.frv. Allir sem starfa hjá IPCC eru þannig vísindamenn.

Sigurjón (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:43

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Málið er mun alvarlegra en ég gerði ráð fyrir. Nú opinberar Elín Björk okkur, að þessi ritsmíð sé "pistill" og að pistlar Veðurstofunnar fari í gegn um ritstjórnarlegt ferli. Þarna birtist því "opinber stefna VÍ" eins og Elín Björk segir. Hvaðan hún hefur þessar upplýsingar er mér hulið.

Að ríkisstofnun hafi "opinbera stefna" varðandi vísindalegt álitaefni, er undarlegt með eindæmum. Ef aðrar stofnanir taka upp þetta háttarlag, má eins búast við eftirfarandi opinberunum:

Vegagerðin hefur þá opinberu stefnu, að tekin verði aftur upp vinstri umferð. Þessi stefna er réttlætanleg, á grundvell þess að umferðaslys voru mun fátíðari í vinstri umferð, en þau eru í hægri umferð.

Hafrannsóknastofnun hefur þá opinberu stefnu, að þorskveiðar verði einungis leyfðar að næturlagi. Þessi stefna er byggð á siðferðilegum grunni, því að mökun þorska fer fram að degi til og blygðunarkend þeirra væri misboðið, með veiðum við þær aðstæður.

Ég vona að forstöðumenn VÍ sjái hversu fjarstæðukennt það er, að ríkisstofnun hafi opinbera stefnu varðandi vísindaleg álitaefni, eða einstaka sjónvarpsþætti. Ef alvara fylgir þessari opinberun Elínar, ber þá að skilja stöðuna þannig, að VÍ hafi gert viðhorf þeirra félaga Steve Connor og Georg Monbiot að sinni opinberu stefnu ? Umræddur pistill er að mestu hrá þýðing á viðhorfum þessara alræmdu pilta. Að mínu mati, er þetta glórulaust viðhorf.

Við bíðum spennt eftir fleirri opinberunum frá Elínu Björk, eða öðrum þeim sem hafa aðgang að "opinberri stefnu" Veðurstofu Íslands.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.7.2007 kl. 20:47

8 identicon

Ég sat um tíma í ritnefnd vefs Veðurstofu Íslands og átti þátt í stefnumótun og uppbyggingu vefsins. Þaðan hef ég þessar "upplýsingar" Það er hinsvegar hverjum heilvita manni ljóst að það birtir ekki hver sem er greinar á vef ríkisstofnunar án þess að fyrir þeim sé samþykki yfirstjórnar eða ritnefndar, það liggur bara í hlutarins eðli.

Ég tel þetta efni ekki vera vísindalegt "álitaefni" heldur vísindalegar staðreyndir, og starfsmenn VÍ eru meðal þeirra sem hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í rannsóknum á veðurfari, veðurfarsbreytingum gróðurhúsaáhrifum.  

Loftur og félagar þurfa svo ekki að búast við "opinberunum" frá mér, þið látið eins og stafsemi og starfshættir Veðurstofunnar sé leyndarmál sem er öllum hulið nema fáum útvöldum. Vakni spurning um stafsemi eða útgefið efni frá Veðurstofunni er minnsta mál að hringja og spyrjast fyrir um viðkomandi efni. Síminn er 522 6000. 

Elín Björk Jónasdóttir,
veðurfræðingur.

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 23:32

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Magnús Jónsson veðurstofustjóri skrifaði mjög góða grein í Morgunblaðið fyrir nærri 10 árum þar sem hann lýsti áhyggjum af skoðanakúgun vísindamanna sem rannsaka loftslagsbreytingar o.fl. Ekki er að sjá annað en áhyggjur hans hafi reynst eiga fyllilega rétt á sér.

Sjá greinasafn: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=395261

Síðan Magnús skrifaði greinina hefur meðalhiti jarðar ekki aukist marktækt.

Að tala um manngerða hlýnun sem vísindalega staðreynd finnst mér fjarstæða sem ekki einu sinni IPCC hefur leyft sér að halda fram.

Finnur Hrafn Jónsson, 2.7.2007 kl. 19:33

10 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þór Jakobsson og Trausti Jónsson veðurfræðingar voru spurðir í Viðskiptablaðinu í desember síðastliðnum hversu mikil áhrif menn hefðu á hlýnun. Þeir voru sammála um að málið væri flókið og erfitt að fullyrða um rétt svar.

Að minnsta kosti var ekki að sjá að þeir teldu það vísindalega staðreynd að hlýnun væri að mestu leyti af mannavöldum.

Sjá bloggfærslu um greinina í Viðskiptablaðinu hér: http://finnur.blog.is/blog/finnur/entry/253870/

Finnur Hrafn Jónsson, 3.7.2007 kl. 11:21

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Komi nú í ljós á næstu árum, að áhrif manna á hlýnun ljofthjúpsins sé miklu minni en margir fullyrða, þá er ljóst að trúverðugleiki margar vísindamanna mun verða lítill sem enginn. Það er því ekki annað hægt en að dást að hugrekki þeirra að leggja um alla framtíð vísindamannsheiður sinn að veði. Hugsanlega verða það örlög þeirra að þurfa að ganga með veggjum og hafa sig lítt í frammi. 

Allir vita hvernig vísindasamfélagið brást við kenningum Kópernikusar, Darwins og Galileo á sínum tíma. Kenningar þeirra gengu þvert á "vísindalegar staðreyndir". Hvernig er staða þeirra í dag? Ekki þyrftu þeir að skammast sín, svo mikið er víst.

Í loftslagsvísindum eru til menn og konur sem þora að hafa aðra skoðun en hinar opinberu "vísindalegu staðreyndir"  Veðurstofu Íslands og fleiri skyldra stofnana. Fyrir þeim hlýtur maður að taka ofan.  Hver veit nema að einhver jafningi Kópernikusar leynist meðal þeirra?

Ekki er langt síðan loftslagsvísindamönnum varð hrapallega á í messunni. Sjá hér:

http://www.wmconnolley.org.uk/sci/iceage/ny-times-1975-05-21.pdf

http://www.junkscience.com/apr05/coolingworld.pdf

http://www.nature.com/nature/journal/v276/n5686/abs/276356a0.html

http://www.businessandmedia.org/specialreports/2006/fireandice/fireandice.asp

http://newsbusters.org/node/11640

Keep Cool  

Ágúst H Bjarnason, 3.7.2007 kl. 13:30

12 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Athyglisverðir tenglar hjá þér Ágúst !  Samantektin í Newsweek 1975 um ísöldina handan við hornið er fræg.  Ekki síst fyrir þær sakir að  spádómurinn fór vel  af stað með afar köldum vetri 1976 í N-Ameríku og áfram vetrar- og vorkuldum á Labrador og við Vestur-Grænland (náði einnig til Íslands)  fram yfir  1980.  En síðan ekki sögun meir og framhaldið þekkja síðan allir !

Einar Sveinbjörnsson, 3.7.2007 kl. 14:26

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Sæll Einar.

Ég man vel eftir kuldatímabilinu. Í "fimmatbekkjarferð"  MR vorið '65 vorum við að hoppa á hafís á Húnaflóa, kartöfluuppskeran var sífellt að bregðast vegna síðsumars-frosta,  tún komu svört af kali undan vetri, og síðast en ekki síst man ég vel eftir öllum snjónum sem ítrekað fyllti innkeyrsluna hjá mér. Ég lét að lokum í minni pokann 1982 og kom fyrir snjóbræðslurörum, og viti menn; þá fór að hlýna fyrir alvöru!    
Vona bara að við fáum ekki aftur svona langvarandi kuldakast.

Annars reyni ég að vera sem mest fordómalaus í þessum málum. Kanski ekki alltaf auðvelt. Reyni þó að hafa fyrst og fremst ánægju af pælingunum, og virða fyrir mér undur náttúrunnar, enda bara áhorfandi...

Ágúst H Bjarnason, 3.7.2007 kl. 16:57

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Dr Bob Carter    gerir í gær (10/7) stólpagrín af fárinu í Ástralíu vegna sýningar á myndinni um "Svindlið".

Sjá: hér  http://blogs.theaustralian.news.com.au/yoursay/index.php/theaustralian/comments/avoid_global_warming_consensus

Hér að ofan minntist ég á brautryðjendur eins og Kópernikus, Darvin og Galileó. Carter virðist hafa verið að hugsa eitthvað svipað og ég þegar hann minnist á Charles Darwin, Wilhelm Roentgen, Marie Curie, Albert Einstein, o.fl.

Strax daginn eftir voru komin yfir 160 svör við grein Carters.   Furðu skynsamleg mörg hver.

Avoid global warming consensus

Tuesday, July 10, 2007

AL Gore’s film An Inconvenient Truth was launched in May last year. Its message is that global warming is going to roon us all, and the polar bears, too. Initially, the film received eulogistic - and, one might say, generally scientifically ignorant - reviews in substantial newspapers and magazines globally (writes Bob Carter).

As it came to be watched by qualified persons, devastating critiques of the looseness of the film’s science began to appear on the internet. More than 20 basic errors, some of them schoolboy howlers, were identified.

From his film, Gore seemed to have lived his life on an imaginary planet where natural change didn’t exist, and all change was anyway morally bad. Yet the official science community, represented for example by members of the UN’s Intergovernmental Panel on Climate Change, welcomed the film. The public continued to flock to its screening, and platoons of Julie Andrews clones in dirndl skirts danced and sang in the Alpine meadows.

In March, British television’s Channel 4 screened another film about climate change that had a different message.

Made by Martin Durkin, and called The Great Global Warming Swindle, this documentary explores the science of climate-change alarmism carefully and accurately. The message of Swindle, which is to be screened on the ABC this week, is that scientific knowledge does not identify carbon dioxide emissions as an environmental harm, nor does their accrual in the atmosphere cause dangerous warming.

So how is the screening of Durkin’s thought-provoking film being received?

Interestingly, in the case of the Bulletin of the Australian Meteorological and Oceanographic Society, which published a highly critical film review written by several high-ranking IPCC scientists. As well as six other critical reviews written in response to the British screening of Swindle, the BAMOS paper has been widely circulated in influential circles ahead of the Australian screening. For instance, through the deans of science at universities, through the influential lobby organisation the Federation of Australian Scientific and Technological Societies, and through the Australian Marine Sciences Association, among others.

Imagine a well-provendered and equipped military fortress in time of war, for that is what the alarmist, pro-IPCC, climate lobby group represents. Suddenly, loping across the landscape outside the fort, and carrying just a single-shot rifle, appears a lone member of the enemy army.

Does the camp commander respond by sending out a platoon, including a psychologist with a megaphone to check what this naive infantryman is up to? Not on your nelly. Instead, the response is remarkable in its ferocity.

Three panzer divisions come tearing out of the fort - manned, as it happens, by many distinguished scientists who have volunteered for their politically correct duty of suppressing alternative views - blazing away with all they’ve got. In a trice, the landscape is turned into a moonscape, pockmarked with craters and littered with debris.

Why does this lone gunman represent such a threat to the warmaholic camp? Does it perhaps relate to the fact that on closer inspection several sections of the fortress wall are sagging, undermined by collapse from below and within? How could a lone gunman have effected that? Is it just possible that there are more powerful forces on earth than military and industrial might, or scientific authority? White ants, perhaps; or even scientific logic?

In any event, our lone infantryman is now wandering around, dazed, dirty, half-blinded, and staggering on the rim of a crater; and not a dirndl skirt in sight.

But he’s still standing. He miraculously still has four limbs, and what he is saying - that human carbon dioxide emissions are not an environmental hazard - still accords with all the facts and makes complete sense.

For you see, science is not about the triumph of the weight of numbers, nor about consensus, nor about the will of the social majority. An idea such as the greenhouse hypothesis is validated not by shouting but by experimental and observational testing and logical analysis.

And note especially that a hypothesis doesn’t care who believes in it, right up to and including environment ministers, heads of state and presidents of distinguished scientific academies. Rather, science requires that to be successful a hypothesis only needs to be clearly stated, understandable, have explanatory power and withstand testing.

It takes one person, not an army, to accomplish that, and the names of those individuals pass down through history: Charles Darwin, Wilhelm Roentgen, Marie Curie, Albert Einstein, Robin Warren-Barry Marshall and their like, mavericks one and all. God bless them.

Despite this reality, every day we find public figures on Australian TV and radio stations muttering about there being “a consensus” on dangerous, human-caused climate change, or that the science of global warming “is settled”. Such persons should be referred to the nearest psychologist, and gently dissuaded from inflicting their nonsense - for that is what it is - on the poor public.

Science is never settled, and it is about hypothesis testing against known facts, not arm-waving about imaginary futures that have been created by PlayStation 4 computer buffs. Consensus nonsensus.

Oh, and by the way, it turns out that our infantryman’s name wasn’t Einstein. It was Durkin. Martin Durkin, and what a service he hasrendered.

Bob Carter is a geologist who researches ancient climate change. The Great Global Warming Swindle will air on ABC television on Thursday night.

Ágúst H Bjarnason, 11.7.2007 kl. 18:05

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 1786708

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband