Norðvesturleiðin er sýnd veiði en ekki gefin

nordurleidin_pollinn_googleBráðnun hafíss í lok sumars hefur leitt til þess að þræða má hins svokölluðu NV-leið um N-Íshafið. Hér eru nokkur atriði til umhugsunar:

1.

Jafnvel þó svo að ísinn haldi áfram að minnka á næstu áratugum er aðeins verið að tala um nokkrar vikur á ári sem þessi siglingarleið væri opinn.

2.

Vetrarísinn lokar siglingarleiðinni frá því í október og fram í júlí. Á þessum slóðum er ísinn þykkari og  meiri fram á sumarið en Asíumegin í  Íshafinu.

3.

Þó svo að hnattræn hlýnun leiði til þess að frostið á veturna verði ívið minna en áður, breytir það ekki þeirri staðreynd að vetrarmyrkrið er til staðar og kröftug útgeislunin sem gerir það að verkum að tiltölulega ferskan sjóinn leggur strax um haustið.  

4.

Það er rangt að halda því fram að NV-siglingaleiðin hafi nú opnast í fyrsta sinn.  Hún reyndist fær á 4. áratug 20. aldar, þegar hlýtt var á öllum norðurslóðum (m.a. hérlendis) og ísinn þarna norðurfrá var minni í lok sumars en bæði áður og síðar varð. 

5.

NA-leiðin með Síberíu er miklu mun raunhæfari. Þar er vetrarísinn þynnri og stór hluti hans bráðnar á sumrin.  Stærra hafsvæði með landi opnast því á sumrin og helst opið lengur en áður. 

6.

Náttúrulegar sveiflur í veðurfarinu mun leiða til þess á næstu árum eða áratugum að ís mun aftur vaxa um tíma í N-Íshafinu þó svo að hann fari minnkandi á löngum tímaskala.  Beinlínuþróun eins og mörgum er afar hugstæð í þessum efnum fyrirfinnst ekki í veðráttu norðurhjarans. Sveiflurnar hafa sýnt sig vera mjög miklar á tímaskalanum 15-30 ár.


mbl.is Ólíklegt að norð-vesturleiðin verði notuð þótt hún opnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fagna því Einar að þú skulir vera að koma í hóp okkar efasemdarmanna um hin svo kölluðu gróðurhúsaáhrif.

Ég hef einmitt verið að vellta fyrir mér að nú sína gerfitunglamyndir minnsta ís á norðurpólnum sem sést hefur! En samanborið við kvað? Jú samanborið við þrjá köldustu áratugi síðustu aldar. Það eru að sjálfsögðu engar gerfitunglamyndir til frá árunum 1930 til 1960. En það reynist fylgjendum gróðurhúsaáhrifana létt að skauta framhjá svona staðreyndum!

Ég legg til að umhverfisráðherrann og forsetinn kynni sér þessa færslu, sérstaklega þar sem fjallað er um sveiflur í veðurfari

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Er ekki í hópi hinna svokölluðu efasemdamanna um hlýnun af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa "Ljónsmakki".  Hins vega kýs ég að kalla hlutina réttum nöfnum og forðast í lengstu lög að mála skrattann.  Best fer þó á því að menn tjái sig um málefni eins og gróðurhúsáhrifin undir eigin nafni og raunar tek ég lítið mark á öllum þeim mannvitsbrekkum sem einhverra hluta vegna óttast það að koma fram undir eigin nafni.  

Einar Sv. 

Einar Sveinbjörnsson, 3.10.2007 kl. 16:13

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll nafni

Ég hef spurt þíg áður, hversu mikil telur þú að hlýnun af manna völdum sé og hversu mikil er náttúrileg sveifla?

Einar

Einar Þór Strand, 4.10.2007 kl. 08:18

4 identicon

Þá tekur þú vantanlega ekki mark á fréttum fjölmiðla þar sem heimildarmanna er ekki getið? Ég tel mig einfaldlega hafa rétt að því að vernda sjálfan mig sem heimildarmann með því að gæta nafnleyndar. Af hverju á að gera strangari kröfur á óformlegur spjallvefjum heldur en misgóðra fjölmiðla?

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 1786844

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband