Úrkomumet í Stykkishólmi

veðurathuganirSigurður Þór Guðjónsson bendir á það á sínum stað að í gærmorgun hafi sólarhringsúrkoma mælst 56,6 mm í Stykkishólmi.  Aldrei fyrr í sögu úrkomumælinga þar hafi sólarhringsgildið verið hærra í desember, en áður rignt meira í öðrum mánuðum.

Þetta væru svo sem heldur ómerkileg tíðindi nema fyrir þær sakir að úrkomumælingar hafa farið fram í Stykkishólmi látlaust frá árinu 1856.  Fyrra met sem er heilum 10mm lægra er síðan 10.des 1935.

Landfræðilega háttar til í Stykkishólmi ekki ósvipað og í Reykjavík.  SA-átt sem helsta úrkomuáttin stendur af  fjallgarði sem tekur til sín megnið af rakanum.   Í Stykkishólmi eru það Ljósufjöllin, en Bláfjöll í Reykjavík.  Úrkomumagn er því ævinlega minna en ýmsum öðrum stöðum í nágrenninu. Hafa ber í huga að í fyrrinótt var vindáttin sunnanstæð.

Þó að 56,6 mm í Stykkishólmi virki ekki mikið magn, t.a.m. í samanburði við Bláfeld á sunnanverðu Snæfellsnesi eða í Grundarfirði þar sem hléáhrifa fjallanna gætir lítt, sýna mælingar það greinilega að miðað við veðurfarið í Stykkishólmi hefur hér verið um nokkuð merkilegan atburð að ræða.

 

 

 


Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 1786656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband