Talsvert frost nęstu daga

Spárit fyrir Akureyri 14. nóv.

Um leiš og NA-įttina hęgir, kólnar mjög ķ vešri.  Žaš er hreinręktaš heimskaustloftiš sem lęšist nś śr noršri yfir landiš og tryggir žaš aš fram undir helgi a.m.k. verši ekkert annaš er vetur hér um slóšir.

Į Grķmsstöšum į Fjöllum var frostiš oršiš tępar 9°C nś kl. 15 og žó enn nokku vindur eša 10 m/s.  Loftmassinn yfir landinu į eftir aš kólna enn til mikilla muna.  Hitakortiš af Morgunblašsvefnum hér aš nešan sżnir aš -20°C ķ 850 hPa fletinum (1.200-1.400 metra hęš) nęr inn į noršanvert landiš.  Slķkt gerist ekki nema viš köldustu skilyrši og žį gjarnan sķšla vetrar.  

Žvķ veršur fróšlegt aš fylgjast meš frostinu nęstu dagana.  Spįrit fyrir Akureyri og hér fylgir meš segir aš kuldinn gęti nįš hįmarki ašfararnótt föstudagsins.  Nįkvęmlega hversu kalt veršur nišur viš jörš ręšst einkum af tveimur žįttum:

  • Vindi. Ķ kyrru vešri er lķtil blöndun og kuldinn safnast ķ lęgšir um leiš og hitahvarf viš jörš myndast.
  • Skżjafari.  Žar sem nęr aš létta vel til veršur śtgeislun kaldrar jaršararinnar, sérstaklega inn til landsins til žess aš loftiš nęst jöršu kólnar enn frekar. Fyrir noršan eru lķkur mestar skv. spįnni hér į heišrķkju į fimmtudag/föstudag.

En leyfum okkar aš spį žvķ aš frostiš fari eitthvaš yfir 20 stigin inn til landsins NA-til og upp undir žaš ķ stöku kuldapollum annars stašar s.s. eins og ķ Hśsafelli og į Žingvöllum.  

16.nóv.kl.18.  Spį ECMWF +66t af mbl.is

 


Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband