Fyrir áhugasama um snjódýptarsamanburð í Rvk

Baksíða Morgunblaðsins 25. nóv 1978

Nefndi hér í pistli í gær að ég hefði ekki hugmynd um það hvenær síðast snjóaði þetta mikið í höfuðborginni í nóvember.  Í gærmorgun var sums sé 20 sm jafnfallinn snjór við Veðurstofuna á Bústaðaveginum, en hafði sigið í 16 sm í morgun.

Það þarf að fara aftur til nóvember 1993 til að finna meiri snjódýpt í Reykjavík í nóvember, en þá mældust mest 21 sm og þar áður 1979, þá 29 sm.  Mesta snjódýptin í nóv. er síðan frá 1978 eða 38 sm. sem mældist þ. 24. 

Gamla fréttamyndin er frá þessum tíma og fengin úr Morgunblaðinu 25. nóvember 1978.  Fram kemur að fannfergið hefði ekki verið meira á þessum árstíma í Reykjavík í yfir 40 ár.  Ekki er gert mikið úr ófærðinni sem þá var á götum borgarinnar, tvær myndir birtar í Morgunblaðinu og aðallega gert góðlátlegt grín af ástandinu og hversu dýrt það sé fyrir Gatnamálstjóra að hreinsa göturnar.

Þakka Elínu Björk á Veðurstofunni tölurnar sem gerir skemmtilegan samanburðinn mögulegan.

 

 


Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 1786697

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband