Öfugur skotvindur

picture_49_839278.pngAllmikill SA-vindur er nú í háloftunum með kjarna skammt fyrir vestan landið.  Íslandsmegin við kjarnann er hlýtt loft á ferðinni, en vestan hans öllu svalara.  Á meðfylgjandi korti sem fengið er af Brunni Veðurstofunnar, gefur að líta styrk vinda í 300 hPa hæð eða í 8 til 9 km hæð.

Yfirleitt er vindáttin vestlæg eða suðvestlæg í þessari hæð á okkar slóðum og legan á skotvindinum að jafnaði ekki svo ýkja langt fyrir sunnan land.  Breytileiki frá degi til dags er þó verulegur.  Í dag er sú skemmtilega staða í háloftunum að Kaupmannahafnarvélin hefur verið fljótari heim heldur en út, svo sem ekki mikill meðvindur, en meðvindur samt.  Yfirleitt er því  öfugt farið svo munar 15-30 mínútum.

Sé að hitinn hefur náð 15°C í dag, s.s. á Blönduósi og Torfum í Eyjafjarðarsveit. Ekkert einsdæmi, en heldur ekki algengt í lok apríl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú sagt það sama með lágloftavindana.  Með vindinn í fangið í morgun kl hálf sjö streðaði ég hjólandi í vinnuna, en bókstaflega fauk heim seinnipartinn. Þó fannst mér eins og meðbyrinn væri eitthvað minni en mótbyrinn í morgun.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 1786865

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband