Skýstrokkur í Álaborg

Danska Veðurstofan, DMI greinir frá því að skýstrokkur hafi myndast nærri Álaborg síðdegis í gær.  Náði hann til jarðar og olli meira að segja minniháttar tjóni á tveimur húsum.  Þá lyftist hjólhýsi og færðist um á annan meter.  Trampólín tókst á loft og annað smálegt.

Sjónarvottur segir svo frá að hann hafi verið að koma úr stórmarkaði út í þá mestu dembu sem viðkomandi hafði orðið vitni að og mátt leita skjóls með innkaupakerruna. Vindurinn blés fyrst úr suðri og síðan skyndilega úr norðri.  Allt í einu blasti við rani skýstrokks sem reif með sér runnagróður og þess háttar.  Þá bar að mann á bíl sem sagðist hafa ekið í gegn um herlegheitin og tvær rúður bílsins brotnað við herlegheitin.

radar_1530Danska Veðurstofan segir að kuldaskil hafi verið nánast kyrrstæð yfir Jótlandi tvo sólarhringana á undan og skýstrokkurinn verið í tengslum við skilin.  Þetta mun hafa verið minniháttar skýstrokkur í samhengi við þá öflugu sem myndast að vorlagi í mið-vesturfylkjum Bandaríkjanna.  Ranar neðan úr skýjum þar sem  snúningur vindsins er skarpur og lóðstreymi mikið sjást stundum á norðlægum slóðum, meira að segja hér á landi.  Fátítt er hins vegar að þeir herji á mannvirki og valdi tjóni.  Það þekkist þó t.a.m. man ég eftir fregnum þess efnis frá S-Englandi og eins Þýskalandi.

Engin mynd hefur enn af fyrirbærinu við Álaborg, en DMI auglýsir eftir ljósmyndum til birtingar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 1786849

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband