Vetrarleg lýsing Vegagerðar

thverarfjall_1Haustið minnir á sig enda komin N-átt.  Þessa lýsingu mátti sjá á vef  Vegagerðarinnar í morgun og það er dálítill vetur í henni:

"Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Gemlufallsheiði. Á Norðurlandi er krapi á Þverárfjalli og í Vatnsskarði. Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á Hellisheiði eystri." 

Því er bætt við að líkast til taki krapa og snjó upp eftir því sem kemur fram á daginn, sem er líklegt þetta snemma haustsins þegar sólin hefur enn talsvert áhrif til upphitunar á daginn, jafnvel þó alskýjað sé.

Hiti var um eða undir frostmarki á flestum fjallvegum um norðanvert landið í morgun, en misjafnt hvort úrkoma hafi verið einhver að ráði. 

Myndin er úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Þverárfjallavegi.  Þar er greinilegur krapi eða snjór sem dregur úr akstursskilyrðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er hún þessi hnatthlýnun??

LS.

LS (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Uppi við örkum á hjara
undir mun hlýnunin mara.
Ilurinn fór
og enn kemur snjór
því árstíðir koma og fara.

Höskuldur Búi Jónsson, 23.9.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 1786816

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband