Norrænn loftslagsdagur 11. nóvember

nordiskklimadag138Sem hluti af undirbúnings loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP15) í Kaupmannahöfn í desember stendur norræna ráðherranefndin fyrir því sem kallast Norræni loftslagsdagurinn í dag 11. nóvember.

Dagskráin hér á landi er umfangsmeiri en ég hefði getað ímyndað mér. Í gær mátti sjá í fréttum sjónvarps tíðindi af stuttmyndagerð nemenda í Borgarholtsskóla um loftslagsmál þar sem sjónarhorn nemendanna virtist athyglisvert. Eins og fram kemur í frétt umhverfisráðuneytisins á m.a. að opna ljósmyndasýningu í Flensborgarskóla í Hafnarfirði sem ber yfirskriftina „Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands". Þessi sýning er samstarfsverkefni umhverfisráðuneytisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands og er sett upp í tilefni norræna loftslagsdagsins. Þá er heilmikil dagskrá í Langholtsskóla.

icebear138Það sem mér finnst áhugaverðast er það sem kallast heimsins stærsta farsímatilraunin. Þátttakendur eiga að vera í 7. – 10. bekk grunnskólans. 3-4 manna lið sem nota einn farsíma mega taka þátt.

Keppnin felst í að leysa tvö verkefni samtímis, Loftslagsverkefnið og Heita farsímann:

Loftslagsverkefnið

Í þessum hluta keppninnar reynir á hæfni nemendanna til að finna nýjar lausnir á loftslagsmálum. Nemendurnir fá sent verkefni sem þeir eiga að leysa á þremur tímum í gegnum símann. Loftslagsverkefnið fer fram í skólanum eða nærumhverfinu og notast verður við alla tækni í símanum (hljóðupptaka, mynd,kvikmynd).

Heiti farsíminn

15 spurningar um loftslagsmál, sem svarað er með því að velja einn af tveimur valmöguleikum.
Spurningarnar koma sem sms og er einnig svarað á þann hátt. Verkefnið er metið eftir fjölda réttra svara.

Það verður fróðlegt að sjá hve margir taka þátt hér á landi og eins væri reynandi að komast yfir spurningarnar og  verkefnin til birtingar hér svona eftir á !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir að vekja athygli að þessu. Vona að við fáum að vita meira, kannski sérstaklega um farsímatilraunina. 

Annað sem fer fram í dag ( ég er ekki að skipuleggja né er ég aðstandandi ) :

* Breytendur / Chanmgemaker ætla að afhenda undirskriftslista í umhverfisráðuneytinu 

http://www.facebook.com/event.php?eid=202318896012&index=1

( Sjá líka www.petitiononline.com/hlynun,  www.changemaker.is    )

* Málþing um loftslagsbreytingar á vegum kolviðar ( fyrir hádegi ) . Reyndar smá "grænþvott" í þessu með kolviðri, ef það er haldið fram sem einn helsta lausnin.  Að draga úr losun er það sem er lang-lang-mikilvægast.  http://www.kolvidur.is/Frettir/26/default.aspx

Morten Lange, 11.11.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Morten Lange

Frá :  http://www.petitiononline.com/hlynun/ 

To: Umhverfisráðherra Íslands

Í ljósi ábyrgðar Íslendinga á útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem valda hlýnun jarðar krefjumst við þess:

- Að stjórnvöld skilgreini stöðu flóttamanna undan hlýnun jarðar og viðbrögð Íslands við þeim sem kunna að leita sér hælis hér vegna hennar.

- Að Íslendingar taki sér stöðu meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum í Kaupmannahöfn í desember 2009

Sincerely,
The Undersigned
 

Morten Lange, 11.11.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Morten Lange

Eitt í viðbót

Changemaker segist vera með 800 undirskriftir. Frá Facebook-síðunni : 

"Við þurfum að fá alla sem geta með okkur næsta miðvikudag þegar við afhendum umhverfisráðherra undirskriftirnar sem nú eru orðnar yfir 800 talsins.

Það eina sem vantar til þess að þetta verði afdrifaríkur fundur og áhrifaríkt fréttaefni er að við séum nógu mörg saman þegar við afhendum tæplega tveggja metra háan skúlpt...úrinn úr íspinna-undirskriftunum.

Það er alveg að koma að lokafundi samningaviðræðna um nýjan loftslagssáttmála í Kaupmannahöfn í desember. Þetta er okkar tækifæri til að hafa áhrif!

Vertu með í að breyta heiminum!

(Linkur á undirskriftasöfnunina www.petitiononline.com/hlynun
Við erum: www.changemaker.is )

Morten Lange, 11.11.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1786831

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband