Færsluflokkur: Veðurspár

Engar breytingar - enn útlit fyrir hret

Spárnar eru við sama heygarðshornið í dag og þær voru í gær. Óvenjukalt loft fyrir árstímann stefnir á okkur og má gera ráð fyrir slyddu og snjókomu niður fyrir miðjar fjallshlíðar um landið norðanvert seint í nótt og síðan aftur og þá helst Norðanlands...

Miðsumarhret í vændum ?

Er búinn að vera að blaða í gegnum tölvukeyrslur og alveg sama hvar borið er niður, svæsinn háloftakuldapollur virðist samkvæmt spám ætla að stefna beint yfir okkur úr NNA seint á fimmtudag. Kortið sýnir staðsetningu hans skv. spá GFS kl 06 að morgni...

Veðurútlin helgina 17. til 19. júlí

Helgarspá Veðurvaktarinnar Svo er að sjá að góðviðri verði á landinu enn eina helgina. Úrkomulaust á mestu og víða sólskin, helst skýjað austanlands. Föstudagur 17. júlí: Léttskýjað um vestanvert landið, en NA-átt, gola eða 5-7 m/s við Breiðafjörð og...

Hvimleiður kuldapollur á leið yfir landið

Mörgum brá í brún í morgun, enda kólnað talsvert frá undangengnum dögum. K uldapollur er greinilegur á ferðinni yfir landið úr norðaustri, suðvestur yfir landið . Með honum er úrkomusvæði og frá því hefur rignt nokkur sums staðar Norðanlands, m.a. á...

Veðurútlit helgina 10.-12. júlí

Helgarspá Veðurvaktarinnar Útkomulaust að heita má á landinu um helgina og áfram hægviðrasamt. Sums staðar á landinu virðas vera afar góðir sumardagar í vændum. Föstudagur 10. júlí: Þokubakkar verða viðloðandi norður- og austurströndina, en annars er...

Lítill grænn blettur verður að rigningarspá !!

Í dag mánudag tók ég eftir því að í þeirri einföldu spá sem birtist á forsíðu Veðurstofunnar var gert ráð fyrir rigningu nærri hádegi í Reykjavík, Hæli í Hreppum og á Stórhöfða eins og sést á meðfylgjandi spákorti. Líti maður snöggt á kortið og leitar...

25 til 27°C á Norðurlandi ?

Það eru allar forsendur til þess að hitinn komist í 25 til 27°C um miðbik Norðurlands í dag, sunnudag. Þegar þetta er skrifað laust eftir kl. 10 að morgni er hitinn strax 19 stig á stöðum eins og Siglufirði og Ólafsfirði og það vekur ætíð væntingar að...

Veðurútlit helgina 3. til 5. júlí

Helgarspá Veðurvaktarinnar Ekki að sjá annað en að áfram verði nokkuð hlýtt á landinu, sérstaklega vestan- og norðantil, en vætusamara en verið hefur í vikunni. Föstudagur 3. júlí: Sérlega blítt verður um suðvestanvert landið, sól með köflum og hitinn 16...

Veðurútlit helgina 27. til 29. júní

Helgarspá Veðurvaktarinnar Loks almennilega hlýnandi veður á landinu og var sannarlega tími til kominn. Þurrt að heita má um allt land um helgina og hægur vindur. Föstudagur 26. júní: Hitaskil fara yfir landið úr suðaustri til norðvesturs um nóttina með...

Hámarkið ekki enn í 20 stig !

Þessi sumarbyrjun fer nú að flokkast með þeim sérkennilegri . Ég gerði að umtalsefni hér á dögunum, eða um miðjan mánuð að þá hefði hiti ekki enn náð 20 stigum á landinu. Það stendur enn, hámarkshitinn í fyrradag (21. júní) náði þá reyndar 19,6°C á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband