Færsluflokkur: Vísindi og fræði
19.4.2010
Mökkurinn kemur ekki fram á ratsjá
Rétt eins og í gær að þá hefur gosmökkurinn ekki náð þeirri hæð í nótt að hann komi fram á ratsjá Veðurstofunnar nú í morgun. Vefmyndvél Mílu frá því laust fyrir kl. 08 sýnir líka vel hvað um er að vera nú eftir að létt hefur til í N-áttinni....
16.4.2010
Loftmynd dagsins sem sýnir gosmökkinn
Daglega berast MODIS-myndir af ýmsum gerðum og á þeim hefur mátt sjá gosefni í lofti ansi greinilega. Í dag 16. apríl er engin undantekning. Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðvísindastofnun hefur verið dugleg að laga til þessar myndir og draga fram það sem máli...
16.4.2010
Breytingar á stefnu gosmakkar í kvöld
Frá upphafi gossins í toppi Eyjafjallajökuls hefur vindur verið nokkuð stöðugur af vestri og hvass í lofti. Nú eru að verða breytingar eins og mönnum er tíðrætt. Vindáttin snýst og hraðinn minnkar. Um leið léttir líka til á svæðinu. Umbreytingin gerist á...
16.4.2010
Snöggkólnar á landinu
Lægð berst nú hratt til austurs yfir landið norðanvert. Í V- og SV-áttinni síðustu daga hefur verið milt, en í kjölsogi lægðarinnar nú hellist yfir okkur heimskautaloft. Farið er að snjóa á Vestfjörðum og gera má ráð fyrir krapa og síðar snjókomu víða...
Í bókahillu hjá mér rekst ég á bók Þorvaldar Thoroddsen , okkar merka náttúrufræðings og frumherja í skráningu náttúrufars landsins. Hún er skrifuð á dönsku og er yfirlit um eldgosasögu Íslands, Oversigt over de islandske Vulkaners Historie . Útgáfuár er...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2010
Óvenju hár loftþrýstingur í vetur
Í yfirliti Veðurstofunnar fyrir nýliðinn vetur er bent á þá staðreynd að loftþrýstingur þessa mánaða (des-mars) hafi ekki verið hærri frá því veturinn 1968-1969 . Meðalloftþrýstingurinn í Reykjavík reyndist hafa verið 8,4 hPa yfir meðallagi og verður það...
7.4.2010
Veðurratsjáin biluð í næstum viku
Veðurratsjá Veðurstofunnar sem staðsett er við Sandgerði er mikilvægt tæki í vöktun veðurs um landið suðvestanvert . Hún hefur nú verið biluð frá því sl. fimmtudag, engar skýringar eru gefnar af hálfu Veðurstofunnar, né þess getið hvenær ætla megi að hún...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2010
Kuldakastinu að ljúka
Hálfsmánaðarkuldakasti er nú um það bil að ljúka. Það tóka að kólna 25. og 26. mars eftir mjög vorlega tíð víða um land næstu vikur þar á undan. Um sunnanvert landið stefndi í mjög hlýjan marsmánuð, en N-áttin og kuldinn síðustu vikuna dró meðaltalið...
Fimmvörðuháls í um 1.000 metra hæð Laugardagurinn 3. apríl: Almennt séð er heldur að lægja að slóðum gossins. Enn skýjað, en rofar til hægt og bítandi í dag. Kl.18: NV 8 m/s, en 10-13 m/s á Mýrdalsjökli og þar fjúk og renningur. Hiti: -8°C Skýlla í...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2010
Páskahretið í ár
Allt tal um páskahret þykir mér oftast vera heldur klisjukennt , enda páskarnir á fleygiferð um almanakið á milli ára. Hinsvegar má segja að norðanlands geysi nú hríðarbylur sem allt eins má kalla páskahret. Lægðarbóla nálgast mitt Norðurland á morgun úr...
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1789195
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar