Færsluflokkur: Veðurfar á Íslandi

Veður á Vestfjörðum

Áhugaverð athugasemd um veður á Vestfjörðum kom frá Steinu í gær. Hún bendir á þann mun sem réttilega getur verið á veðri á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Það rættist mjög úr veðrinu fyrir vestan í gær og spá mín var kannski óþarflega dökk....

Hámarkshitinn enn ekki náð 20°C á stöð

Þó komið sé fram í miðjan júní hefur hámarkshiti enn ekki náð því að komast yfir 20 stiga markið nokkurs staðar á landinu enn sem komið er. Hitinn hefur í tvígang farið yfir 19°C á Þingvöllum, en það var í maí. Síðustu árin hefur vart brugðist að...

Hár loftþrýstingur - samanburður við júní 1971

Það sem liðið er af júnímánuði hefur loftvogin verið há ef mið er tekið af árstímanum. Þessa fyrstu 10 daga er meðalloftvægið eitthvað nærri 1024 hPa á landinu. Vitanlega er skammt liðið, en samkvæmt veðurspánum má gera ráð fyrir að ástandið verði með...

Varmadælan verið ræst

Þá er hún farin að vinna varmadælan, ekki sú eiginlega í formi vélbúnaðar, heldur hin sem knúin er af sólarorku og beinir varma úr suðri norður yfir landið . Að þessu sinni virðist varmadælan ætla að verða bæði sérlega kröftug og langvarandi. Það sem...

Kuldakastið nú miðað við fyrri ár

Það er nánast árvisst að fá alvöru hríð og fannfergi í maí á norðanverðu landinu . Stundum meira að segja talsvert seinna en nú er. Hríðar á þessum árstíma eru hins vegar að mörgu leiti verri en þær sem gerir t.a.m. um páska þar sem vegfarendur eru...

Meira af apríltölfræði

Greining og upplýsingagjöf Veðurstofunnar til okkar veðuráhugafólks er alltaf að batna. Alveg er hún til fyrirmyndar taflan sem Trausti Jónsson hefur tekið saman og sýnir ekki bara hita og frávik heldur einnig hversu lengi er búið að mæla á hverjum stað...

Hlýr apríl og fáar frostnætur

Hún var til fyrirmyndar samantekt Sigtryggs Sigtryggssonar í Morgunblaðinu í gær um tíðarfarið í nýliðnum aprílmánuði. Meðalhitinn í Reykjavík var 5,0°C sem er 2,1 stigi ofan meðallags. Frávikið var litlu minna á Akureyri eða +1,7 stig ofan meðallags, en...

....en febrúar var þrátt fyrir allt sá kaldasti

Hiti vetrarins var um hálfri gráðu yfir meðallagi á Akureyri en heldur stærra frávik var í Reykjavík. Í færslunni hér á undan varð mér á sú óafsakanlega yfirsjón að snúa við formerki marshitans í Reykjavík í mínum vangaveltum hér í fyrradag og 0,2°C urðu...

Siglufjörður og Ólafsfjörður vafalítið snjóþyngstu byggðakjarnar landsins

Í gær, sunnudag (8. mars) snjóaði einhver lifandis ósköp á utanverðum Tröllaskaga og í Eyjafirði. S.s. á Siglufirði, í Ólafsfirði og í sjónvarpsfréttum í kvöld gat að líta myndir af fannfergi á Grenivík. Þegar svo háttar til að sæmilega rakt loft berst...

Hvaða einkunn fær þessi febrúarmánuður ?

Febrúar 2009;- var hann kaldur eða hlýr ? T elst hann snjóléttur, bjartur, drungalegur, stormasamur eða hægviðrasamur ? Maður veit eiginlega ekki hvað skal segja. Sennilega telst hann hagstæður og ekki hefur verið snjóþungt. Samgöngur á landi hafa gengið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1788783

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband