Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Hlýtt á Akureyri það sem af er ágúst

Fyrstu 10 daga mánaðarins er meðalhitinn á Akureyri 14,0°C . Það er vissulega hátt, en 10 daga kaflar geta einir og sér orðið talsvert afbrigðilegir. En það er bara ekkert sem bendir til þess að neitt lát sé á milda loftinu yfir landinu og suðlægu...

Myndir frá NA-hálendinu 9. ágúst

Allar aðstæður voru hagstæðar til að fá háan hita austanlands í gær og komst hitinn eins og kunnugt er í 28,0°C á Eskifirði *. Munaði þar ekki hvað síst um sterkt sólskinið allan liðlangan daginn. Meðfylgjandi tunglmynd frá MODIS sem tekin var kl. 12:30...

Eskifjörður 28,0°C

Eftir mælingu kl. 15 er hæsta talan 28°C á Eskifirð i. Mælistöðin er sjálfvirk eins og þær flestar á Austurlandi. Við sjáum línuritið frá VÍ hvernig hiti (og daggarmark) hefur þróast í dag. Nú eftir hádegi hefur vindur verið hægur þetta 2-3 m/s af V og...

21,8°C á Kollaleiru í Reyðarfirði kl. 07

Þau gerast vart meiri hlýindin á landinu. Mig rak hreinlega í rogastans að sjá að hitinn á Kollaleiru í botni Reyðarfjarðar var kominn í 21,8°C strax kl. 7 í morgun ! Enginn ástæða er til annars en að ætla að þessi mæling sé rétt enda er 18 til 19 stig á...

Af seigu loftþrýstingsmeti

Loftvogin á Stórhöfða í kvöld (22. júlí) sýndi 972,8 hPa . Það er nýtt met fyrir júlímánuð á Íslandi. Þetta er eitt af hinum seigu veðurmetum sem eru meira en 100 ára gömul. Eins og áður hefur komið fram er hið eldra frá 1901, 974,1 hPa í Stykkishólmi ....

Himinninn logaði í Hólminum

Það var tilkomumikið sólarlagið í Stykkishólmi í gærkvöldi. Sólin settist laust fyrir kl. 23:30, en það var ekki fyrr en eftir sólsetur sem sjónarspilið hófs. Þá tóku geislar sólar neðan sjóndeildarhrings að stafa geislum sínum á fremur há breiðu...

Sjaldgæf NV-átt

N-átt er algeng hér á landi, svo ekki sé talað um NA-átt. Hins vegar er NV-átt sem þrýstivindur fremur fátíð annars staðar en norðaustanlands. En við Faxaflóa er hafgola hins vegar NV-vindur, en þessu tvennu blandar maður helst ekki saman. Í dag háttaði...

Dalalæða í snarpri útgeisluninni

Það tilheyrir veðurlagi þessara góðviðrisdaga að á nóttinni snarpkólnar þegar heiðríkt er eða því sem næst. Í fyrrinótt (aðfaranótt fimmtudags, 12. júlí) tók ég meðfylgjandi myndir í Borgarfirðinum. Eftir að sólin settist kólnaði yfirborðið hratt vegna...

Enn sól - hlýjast í Hrútafirði

Að loknum mörgum dýrðar veðurdögum á ferðalagi um landið er mál að linni og tími til kominn að uppfæra veðurbloggið. Æði margt frásagnarvert hefur á daga okkar landsmann drifið síðustu tvær vikurnar, allt sólskinið, úrkomuleysið o.s.frv. Enn einn...

Fyrstu raunverulegu sumardagarnir

Síðustu dagar hafa verið sérdeilis blíðir og góðir sumardagar og útlit er fyrir áframhaldandi veðurlag fram á fimmtudag. Breytingar svo sem enn ekki skýrar eftir það og þess vegna gæti veðurlag með einkenni af háum loftþrýstingi og þurru veðrir áfram...

Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband