Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Venju fremur snörp vindhviða undir Hafnarfjalli í nótt.

Um kl. 01 sl. nótt, mældi stöð Vegagerðarinnar vindhviðu upp á 47 m/s . Þetta gildi er hátt þegar að því er gáð að sjálf veðurheiðin var ekki svo ofboðsleg. SA-veðrið er satt að segja ekki nema svona venjulegur stormur ekkert sérlega illskeyttur ef út í...

Ekta íslensk fönn

Fyrsti snjórinn kemur alltaf á óvart. Í sjálfu sér þarf það ekki að vera fréttnæmt að fyrsti snjórinn eða hálkan komi fólki í opna skjöldu . Þannig er það ævinlega, nema þegar veturinn lætur bíða eftir sér fram undir jól eins og stundum vill verða. Í gær...

Úr sumri beint í vetur !

Erum við að sigla inn í haust laust ár ? Vitanlega er þetta orðaleikur, en vel mætti halda að svo væri. Svo snögg eru umskiptin nú þennan síðasta dag september og þaðan fyrsta í október. Eftir afar mildan og hagfelldan septembermánuð, sérstaklega fyrir...

Loks styttir upp í henni Reykjavík

Nú kl. 9 að morgni 24. sept. hefur loks stytt upp í Reykjavík. Fram að því hafði rignt látlaust án uppstyttu í rúman sólarhring eða frá því um kl. 5 í gærmorgun. Úrkomumagnið var svo sem ekkert ofboðslegt eða um 20 mm. Reykjavík er ekki þekkt fyrir...

Illa farnar aspir í Keflavík

Ásbjörn Eggertsson í Keflavík sendi mér þessar myndir sem sýna vel hvað seltuveðrið í síðustu viku fór illa með aspir í garði hans. Sláandi er að sjá hvernig laufið hefur farið og þann mun á sama trénu á því sem var áveðurs fyrir suðvestanáttinni og þeim...

Selta í lofti suðvestanlands

IKE-lægðin , sem ósköðunum olli í fyrrinótt er nú norður við Scoresbysund á Grænlandi og loks farin að grynnast. Frá henni er hins vegar skarpt lægðardrag suður á Grænlandshaf. Fyrir áhrif Grænlands, geta lægðardrög eins og þetta sem nú um ræðir...

Yfir 200 mm í Henglinum

Sæmileg mynd er nú að koma á uppgjör úrkomu síðasta sólarhringinn . Í sjálfvirka mælinn í Ölkelduhálsi á Hellisheiði eða Henglinum eftir því hvernig á það er litið féllu 201 mm í mælinn frá kl. 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun. Línurtið sýnir að það...

Gríðarlegt úrhelli í Grundarfirði

Það er varla að maður trúi þessum tölum , ef þær eru réttar er úrhellið gríðarlegt í Grundarfirði. Allt að 18 mm á 1 klst og 13 á þeirri næstu er meira en góðu hófi gegnir. Vissulega er það vel þekkt hve mikið getur rignt í Kolgrafarfirði og Grundarfirði...

56 m/s í hviðu á Steinum undir Eyjafjöllum

Man ekki eftir öðum eins hvelli um hásumar og nú, a.m.k. ekki í seinni tíð. Á haustin og veturna þykir nú bara ágætt þegar vindhviðumælar fara yfir 50 m/s oft með tilheyrandi fréttum af malbiki sem flest hefur af vegum og öðru álíka. Í dag náði upp úr...

Veit þá á vont sumar ?

Í fyrra fraus glæsilega saman um nánast allt land og allir muna hvernig fór með sumarið í fyrra , sem þótti af miklum gæðum nema síst þó suðaustan- og austanlands. Þá var ég staddur á Akureyri (rétt eins og nú á Andrésar Andar leikunum) og gerði föl yfir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband