Færsluflokkur: Veðuratburðir hér og nú

Enn og aftur sumarþurrkar

Enn eitt sumarið virðast þurrkar ætla að verða hamlandi fyrir gróður um vestan- og norðanvert landið . Þetta á alls ekki við um landshlutann frá Markarfljóti eða Eyjafjöllum austur um á Austfirði. Þar hefur væta verið næg, enda sá ég einhvers staðar að...

21,0°C á Egilsstaðaflugvelli og sennilega enn hlýrra á morgun

Í dag brá loks til hagstæðra vinda austanlands. Andvari var af landi í stað þrálátrar hafrænunnar lengst af undanfarnar vikur. Við það komst hitinn í 21,0°c á sjálfvirka mælinum á Egilsstaðaflugvelli . Niðri á Fjörðum var þessi langþráða gola af landi...

Í Vestmannaeyjum

Átti afar góða ferð til Eyja í blíðunni í dag og sigldi með frá Landeyjahöfn í fyrsta skipti. Var nokkuð forviða á því hvað jökulvatn Markarfljóts nær langt út á sundið og eins hvað skilin nærri því miðja vegu á milli lands og Eyja eru skörp í sjónum....

Hitinn potast upp norðanlands um helgina

Á Akureyri er meðalhiti í júni síðustu 10 árin (2001-2010) 9,92°C. Inni í þeirri tölu eru vitanlega allar mælingar, líka þær sem gerðar eru á nóttinni. Á ár bregður svo við að sólarhringshitinn hefur aðeins í einn dag náð yfir 10 stiga mörkin , en það...

Lakasta 17. júní veður á landsvísu a.m.k. frá 2004

Veðrið 17. júní í ár var með lakasta móti í samanbuður við síðustu ár. Fremur svalt var svona heilt yfir, að vísu komst hitinn í 15,6°C á Þingvöllum . Sá hámarkshiti landsins þykir nú frekar lágur. En stundum hefur reyndar verið virkilega kalt 17. júní....

Hæg sumarkoma í Mývatnssveit

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson , sem duglegur hefur verið að koma með athugsemdir hér á veðurblogginu, sendi mér myndir úr Mývatnssveit. Hann var þar á ferðinni um hvítasunnuhelgina. Eftirfarandi lýsing fylgir frá honum: " Sumarið er komið skammt á veg...

Hiti loks upp fyrir frostmark á Fjarðarheiðinni

Ég hef verið að fylgjast með hitanum á mæli Vegagerðarinnar á hæsta heilsársfjallvegi landsins, þ.e. Fjarðarheiðinni á milli Hérðaðs og Seyðisfjarðar . Þau undur og stórmerki hafa nú gerst að hitinn þarna upp í 600 metra hæð er nú kominn upp fyrir...

Hríðarveður á fjallvegum norðaustanlands

Tíðin lætur ekki að sér hæða, þó kominn sé 9. júní . Lægðardrag er fyrir austan land og með því úrkomusvæði sem kemur inn á norðaustanvert landið og áfram til vesturs með Norðurlandi og yfir Vestfirði í kvöld og nótt. Það mun gera væna ofanhríð með þessu...

Næturfrost aðra nóttina í röð !

Liðna nótt var ekki fullt eins mikið frost og þá síðustu (aðfarnítt 7. júní) og heldur ekki eins víðtækt á landinu. Mest í byggð mældust -5,0°C á Haugi í Miðfirði , en almennt séð virðist sem hitinn hafi farið niður fyrir frostmark um nánast allt...

Sjaldan er ein báran stök !

Það er eins og flestir neikvæðir þættir náttúrunnar leggist á eitt í því að gera okkur lífið leitt. Ekki þarf að orðlengja frekar eldgosið og alvarlegar afleiðingar þess suðaustanlands, frá Eyjafjöllum austur í Öræfasveit. En á sama tíma gengur yfir eitt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1788793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband