Ekki trúa öllu sem skrifað er !

Þetta er makalaust bull.  Höfundur telur Kötlu hafa gosið í marga mánuði árið 1783.  Þá gaus hins vegar miklu hraungosi við Laka og þó réttilega sé bent á tengsl á milli Laka og Kötlu eru þetta tvær afar ólíkar eldstöðvar.

katla_1918_eruption.jpgAðeins öflugustu Kötlugos þeyta miklu af gosefnum alla leið upp í heiðhvolfið.  Aðeins kraftmestu sprengigos á jörðinni valda tímabundinni kólnun loftslags í eitt til tvö ár.  Katla er ekki í þeim flokki.  Gosið 1755 var þó með stærri Kötlugosum og fellur mögulega í þann flokk, en alls ekki síðasta gos 1918.  Stundum heyrir maður meira að segja að fólk álíti Kötlugosið og frostaveturinn samtengt, en þá verður að hafa í huga að vetrarkuldinn varð 8-9 mánuðum  á undan gosinu !!

Öðru máli gegnir um flæðigos eins og Lakagosið 1783 með gríðarlegri blámóðu sem berst með yfirborði suður um álfur.  Sambærileg eldgos hér á landi hafa valdið kólnun og uppskerubresti alveg suður í Nílardal.  Merkar rannsóknir hafa verið gerðar á þeim þáttum.

En að halda fram að venjuleg Kötlugos valdi "kjarnorkuvetri" eru svo miklar ýkjur að maður skammast sín fyrir stéttina, að það hafi verið veðurfræðingur sem lét þetta út úr sér vestur í Bandaríkjunum. 


mbl.is Kötlugos leiði til kólnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þetta er vissulega mjög ýkt hjá þeim en tæknilega séð getur þetta nú samt gerst þó nákvæmlega ekkert bendi til þess að neitt slíkt sé í aðsigi.  Gosið í Eldgjá og Kötlu 932-34 hefur vafalítið haft áhrif á veðurfar enda var það að öllum líkindum mun stærra en Lakagígagosið. 

Svo hafa menn verið að fá meiri vitneskju um risagos sem varð í Kötlu fyrir um 12000 árum eða nálægt byrjun núverandi hlýskeiðs á ísöld.  Þá komu upp amk. 10 rúmkílómetrar af gjósku sem virðist að mestu hafa ruðst í gjóskuflóði til sjávar.  Líkur á svona hamförum eru þó hverfandi.

Óskar, 19.12.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það væri kannski ráð hjá fréttamönnum á mbl.is sem grafa svona uppi að skoða aðeins hvers konar heimild þetta er. Þetta virðist nú vera af einhverskonar samsæris síðum, m.a. varðandi einhverjar samsæriskenningar varðandi hnattrænar hlýnun af manna völdum. Cliff Harris titlar sig sem climatologist, með örfáum klikkum komst ég að því að því að viðkomandi er væntanlega ekki hátt skrifaður sem slíkur - hann hefur m.a. skrifaði eftirfarandi grein Anthropogenic global warming is a huge costly fraud! - þar sem hann segir m.a. eftirfarandi:

There have been several rather epoch climate changes since before the time of Christ, which AGW alarmists conveniently seem to ignore in their falsified climate models, like the Roman Warm Period (250 B.C. to 450 A.D.), the Medieval Warm Period (900 A.D. to 1300 A.D.), the Little Ice Age (1350 A.D. to 1850 A.D.), and the recent slow-warming from the mid 1800s through 1997.

Þessi maður getur vart verið mikill sérfræðingur á sviði loftslagsfræða og staðreyndir eru honum væntanlega ekki ofarlega í huga, enda þekkja þeir sem eru sérfræðingar á sviði loftslagsfræði vel til fyrri tímabila, bæði kaldari og hlýrri. Svona yfirlýsing er algert rugl...svo vægt sé til orða tekið.

Ég skil í raun ekki hvers vegna er verið að segja frá svona persónulegum skoðunum einhvers sem koma fram á þessari vefsíðu. En vísindablaðamennska á Íslandi virðist ekki alltaf á mjög háu plani. Ég veit svo sem ekki hvort þetta átti að vera einhver vísindablaðamennska - en allavega er þetta tilgangslaus frétt, eins og hún er sett fram. Smá rannsóknarblaðamennska hefði sennilega útilokað þetta sem frétt - hefði ekki þurft mörg klikk til.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 20:10

3 identicon

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 20:10: Bíðum nú við! Er ekki einn af æðstu prestum höfuðkirkju kolefnistrúarinnar á Íslandi að fara á límingunum út af saklausri frétt í Móatíðindum? Og kórdrengurinn Svatli ranghvolfir augunum af hneykslan yfir því að hámenntaður bandarískur veðurfræðingur (þeir læra líka veðurfræði í Bandittaríkjunum) skrifar (að sjálfsögðu) hvassa ádeildugrein á kolefniskirkjubullið: Anthropogenic global warming is a huge costly fraud!

>There is no peer-confirmed scientific research that establishes a cause-and-effect relationship between increased atmospheric carbon dioxide and higher (or lower) global temperatures. This is a clever deception put forth by those attempting to impose a centralized, worldwide socialistic form of government headed by an empowered United Nations.

>This far-reaching global warming industry, already making huge profits at taxpayer expense, has been given credence by most governments, the news media, political interests, fear-gripped citizens of the planet and much of the scientific community.

>Some of the key scientists in the AGW movement have falsified historical data to make it conform to their agenda, which is decidedly anti-American (Western), anti-democracy and anti-capitalism.

>Their methodology is to completely ignore the climatological facts that, since 1998, we've been in a pronounced cooling trend on a global scale that has completely wiped-out the warming that occurred from 1981 through 1997 that followed directly on the chilly heels of a prolonged colder period that began during World War II. Remember all the talk of a NEW ICE AGE at the doorsteps in the mid to late 1970s? Needless to say, it didn't happen either.

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé allt satt og rétt. Veðurdellukarlinn Einar Sveinbjörnsson ætti að líta sér nær áður en hann stimplar kollega sinn í Bandittaríkjunum líka dellukarl. Hvernig væri það Einar minn að þú reyndir að útskýra kaldasta desember í manna minnum á Íslandi, eða færir lauslega yfir líkurnar á að alhvít jörð verði allan mánuðinn í Reykjavík, sem reyndar hefur ekki gerst áður, samkvæmt mælingum?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 23:55

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist meiningin hjá þessum fræðimanni, sem ruglar saman Skaftáreldum og Kötlugosum, aðallega vera sú að við ættum ekkert að hugsa um global warming vegna allra þessara ógurlegu eldgosa sem munu dempast yfir okkur og kæla jörðina niður úr öllu valdi. „Það skal kólna með einhverju móti“ virðast margir hugsa - ef ekki vegna sólarinnar þá vegna eldgosa.

Emil Hannes Valgeirsson, 20.12.2011 kl. 00:20

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Einar, yfirsést þér ekki að það eru peningar í þessum loftslagsrannsóknum?

Gústaf Níelsson, 20.12.2011 kl. 01:25

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Emil, það eru margir sem leita logandi ljósi að einhverju sem styður hugmyndir um hnatt kólnun...þó ekki hafi borið á henni enn sem komið er, hvað sem líður staðbundnu veðri á Íslandi eða annars staðar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 01:31

7 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Ég verð nú að viðurkenna það að ekki var ég nú að sjá þetta með loftslagsgleraugum heldur sem tilraun til að mála skrattann á veginn þegar eldgos eru annars vegar. Bullið úti í heimi ríður nú oft ekki við einteyming.  Hver man t.a.m. ekki eftir Hollendingunum sem básúnuðu það út að landið mundi flæða þegar í aðdragandi Grímsvatnahlaupsins mikla 1996 !

Einar Sveinbjörnsson, 20.12.2011 kl. 06:48

8 identicon

Einar Sveinbjörnsson, 20.12.2011 kl. 06:48: Kæri Einar, með eða án loftslagsgleraugna, hvernig væri að þú bentir okkur á 'bullið'?:

1. 'We seem to be heading into a period of very intense volcanic activity that could result in additional global cooling in the coming months and years.' Er það ekki velþekkt vísindaleg staðreynd að stórgos geta haft mælanleg áhrif á hnattrænt veðurfar?

2. 'Hundreds of meters under one of Iceland's largest glaciers, there are signs of a looming volcanic eruption that could become one of the country's most powerful in almost a century.' Passar þetta ekki svona nokkurn veginn við þekktar staðreyndir um Kötlugos?

3. The increasing number of earthquakes in the region certainly suggest that a major eruption of Katla could occur at any time. Aftur þekkt vísindaleg staðreynd. Meira að segja á Íslandi.

4. The volume of water produced in a 1755 eruption equaled that of the world's largest rivers combined. Enn og aftur þekkt. Þú hlýtur að muna eftir Kötlugosinu 1755 Einar!

5. All they know is that Katla usually erupts every 40 to 80 years, which suggests the next significant event is long overdue. Er eitthvað rangt við þessa staðhæfingu?

6. Katla is part of a volcanic zone that includes the Laki craters. In 1783, volcanoes in the area erupted continuously for eight months, generating so much ash, hydrogen flouride and sulphur dioxide that it killed one in five Icelanders and half of the country's livestock. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé allt jarðvísindalega satt og rétt. Mannstu ekki eftir 'Móðuharðindunum' Einar minn?

7. In 1783, Laki [Katla] erupted continuously for more than eight months. The combination of thick ash and deadly gases like hydrogen fluoride and sulfur dioxide killed one in five Icelanders and at least half of the country's livestock. Höfundur er jú búinn að tengja saman Kötlu og Laka, sem eru sannarlega á sama gosbeltinu. Sönn frásögn Einar minn.

8. The biggest eruption of Mt. Katla occurred approximately 800 years ago. Simultaneous eruptions in Indonesia, Alaska and South America led to widespread global cooling and the start of the so-called 'Little Ice Age,' which lasted more than 500 years until 1850. Hnattræn áhrif eldgosa til kólnunar lofthita eru þekkt, smbr. hér.

9. The last two volcanic eruptions in Iceland - Eyjafjallajokull in 2010 and Grimsvotn in 2011 - were relatively small in size, but the unusual chemistry of the ash and the long duration of the eruptions brought air traffic to a halt across much of Europe. Er þetta ekki sannleikanum samkvæmt Einar. Þú hlýtur að muna eftir 2010 og 2011!

10. Iceland is unique because it straddles two tectonic plates. It is the only place in the world where the 'Mid-Atlantic Rift' is visible above the surface of the ocean. Jarðvísindalegar staðreyndir, enn og aftur.

Þetta er kjarni tveggja greina Cliff Harris um möguleikann á því að stórgos á Íslandi gæti haft hnattræn áhrif. Það sem sannarlega hefur gerst áður gæti vissulega gerst aftur, er það ekki Einar?

Þú kýst hins vegar að fara hamförum í vandlætingu yfir því að kollegi þinn í USA bendi á möguleika á því að stórgos á Íslandi gæti valdið kólnun andrúmslofts jarðar(!) Þetta kallar þú 'makalaust bull' -  'svo miklar ýkjur að maður skammast sín fyrir stéttina' - 'Bullið úti í heimi ríður nú oft ekki við einteyming'.

Er örlítill möguleiki að þessar hugleiðingar Cliff Harris hafi snert veika taug hjá vísindamanninum Einari Sveinbjörnssyni? Cliff Harris liggur jú ekki beinlínis á skoðunum sínum um makalausa bullið og ýkjurnar sem kolefniskirkjusöfnuðurinn hefur viðhaft undanfarin ár. Þá er auðvitað nærtækast að hjóla í manninn en ekki rökin.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 09:20

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki er hægt lengur að minnast á veður og ekki einu sinni eldgos nema allt fari út í endalausar umræður um ''loftslagsmálin''. Fussum svei! Vel á minnst: Lakagosið var ekki í Kötlueldstöðinni heldur Grímsvtnaeldstöðinni en Eldgjárgosið 934, sem sagt er enn meira, var í Kötlueldstöðinni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2011 kl. 11:23

10 identicon

Þið eruð vígreifir, allir saman. Gott mál að menn nenna að deila um mikilvæga hluti. En varðandi eldgosaspár bandarískra "vísindamanna", þá höfum við sjálfsagt flest lesið dómsdagsspár um stórgos í Guðs eigin landi, þ.e.a.s. á Yellowstone-svæðinu í USA, sem sagt er vera einhver stærsta megineldstöð á jörðunni. Þar ku hafa verið mikið landris að undanförnu og valda mönnum bæði áhyggjum og heilabrotum. Ef af slíku gosi yrði,  eins og því hefur verið lýst, yrðu afleiðingarnar aldeilis skelfilegar og mun alvarlegri að manni skilst en nokkurn tíma gos á Lakagíga/Eldborgasvæðinu leiddi af sér. Þannig að bandafylkjamenn ættu kannski að líta sér nær hvað hugsanleg stórgos varðar. Annars á leikmaður eins og ég ekki að vera að bulla um það sem maður hefur ekki hundsvit á.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 11:45

11 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Gos sem verða undir þykkum jökulskyldi missa mikið þann kraft sem annars færi í að spúa gosefnum  upp fyrir veðrhvörfin, þ.e. upp í heiðhvolfið. Slíkt er frumforsenda þess að sprengigos geti hreyft við veðurfari á hnattræna vísu.

Þetta sást vel í Grímsvatnagosinu í vor, sem þó var allstórt gos.  Kæling gjóskunnar hafði það í för með sér að hún náði ekki rísa að neinu marki hærra en þetta 3-5 km.  Vatnsgufa blönduð gosefnum fór vissulega hærra, eða upp undir veðrahvörfin í um 9 km hæð.

Af þessum völdum hafa venjuleg Kötlugos ekki áhrif á veðurfarið.  Skaði þeirra er samt nægur hér heima fyrir þegar eðjuflóðið brýst fram og gjóskan sem fellur til jarðar nærri eldstöðinni.

Öskjugosið 1875 var hins vegar af öðrum toga.  Ekki sérlega stórt gos en gríðarlega kraftmikið (stóð í 6 klst).  Enginn jökull þar yfir enda þeyttustu gosefnin hátt til himins og bárust í merkjanlegum mæli til Helsinki svo dæmi sé tekið.  Í fljótu bragði finn ég enga heimild þess efnis hvað áætla hefði mátt að gosmökkurinn hafi risið hátt.

Eitt að lokum að gosið 932 (934) var óvenjulegt í Kötlu fyrir þær sakir að þá gaus samtímis í Eldgjá, þaðan sem blámóðan barst í gríðarlegu magni. Hún hafði vissulega áhrif á veðurfar líkt og í Skaftáreldum rúmum 800 árum síðar.

Öll þau Kötlugos sem komið hafa síðan þá hafa verið þessu hefðbundnu með gosrás undir jökli.  Vatnsgufan rís hátt með tilheyrandi eldingavirkni.  Gosefnin sjálf kólna hins vegar mjög við snertingu við vatn og falla fljótt til jarðar líkt og Grímsvatnagosið síðasta sýndi vel.   

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 20.12.2011 kl. 11:51

12 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Réttmæt ábending hjá Sigurði Þór !

Lakaprungan tengist Grímsvötnum (en ekki Kötlu). 

Eldgjá er hins vegar sprungurein norðaustur frá Kötlu. 

Einar Sveinbjörnsson, 20.12.2011 kl. 11:54

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Það eru greinilega margir gosar í þessari grein þinni, Einar.

FORNLEIFUR, 20.12.2011 kl. 12:00

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður - persónulega, þá langaði mig bara að benda á fleiri svið sem þessi ágæti maður (Cliff Harris) telur sig hafa vit á. Þú mátt svo sem fussa og sveia yfir því að loftslagsmálin hafi borið á góma, en loftslagsmál virðast vera tiltölulega ofarlega í huga hans, þó ekki virðist hann nálgast efnið á vísindalegan hátt - Vinnubrögð hans virðast kannski líka tengjast óvísindalegri nálgun (þekkingarleysi) hans varðandi Kötlu. Það er vissulega tengt umræðunni um þennan mann (sem titlar sig loftslagsfræðing) að ræða um það sem tekur mikið pláss á síðunni hans, sérstaklega þegar efni af síðu hans er tekið fyrir sem frétt á mbl.is.

Mér þykir reyndar einnig undarlegt að þessi frétt hafi ratað á síður mbl.is...eins og ég tók fram áður, enda ekki mikil frétt að grípa hvaða vitleysu sem er af netinu...það er víst nóg til af svona bulli (svo ég noti orð Einars) á veraldarvefnum og það þarf í raun að sía bullið frá kjarnanum (starfssvið blaðamanna væntanlega) og þetta er eitt af því sem ekki hefði átt að verða að efni í frétt hér á Klakanum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2011 kl. 12:40

15 identicon

Svatli. Skyldi það hafa verið kannað hvort áramótabrennur og flugeldaskot hér á landi  geti valdið hnattkólnun?  Er það ekki trúlegt að það hafi mælanleg áhrif?

Gosi (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 18:19

16 identicon

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.12.2011 kl. 11:23: Ekki trúa öllu sem skrifað er, Sigurður! Það færi betur að íslensku loftslagssnillingarnir, Einar og Svatli, væru stautfærir á ensku. Cliff Harris skrifar: 'Katla is part of a volcanic zone that includes the Laki craters'. Þetta merkir einfaldlega á ástkæra ylhýra að Katla sé hluti af eldvirknivæði sem inniheldur Lakagíga, smbr. hér og hér.

Kolefniskirkjukjánarnir eru svo vanir því að hagræða staðreyndum að eigin geðþótta að þá munar ekkert um að misskilja þetta og úthrópa svo bandaríska vísindamanninn fyrir 'svo miklar ýkjur að maður skammast sín fyrir stéttina', þegar staðreyndin er að Harris heldur sig að sjálfsögðu að fullu og öllu innan ramma vísindanna.

Báðir tveir, kolefniskirkjuprelátinn Einar og kórdrengurinn Svatli, afhjúpa svo vísindalegt getuleysi sitt með því að hjóla í persónu Harris í stað þess að gaumgæfa vísindaleg rök.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 19:02

17 identicon

Hver heldur þú, Hilmar, að taki nokkurt minnsta mark á manni sem segir:

"This is a clever deception put forth by those attempting to impose a centralized, worldwide socialistic form of government headed by an empowered United Nations."

Svo vísindasamfélagið er með þetta samsæri í gangi?

Jóhann (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 19:44

18 identicon

Jóhann (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 19:44: Eru kolefniskirkjumenn dottnir í 'cherry picking' Jóhann?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 20:44

19 identicon

Heldur þú að þessi þvættingur sé einhver kirsuberjatínsla?

Ertu með réttu ráði, væni?

Eru berin súr?

Jóhann (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1788778

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband