Ísinn á Öskjuvatni - eðlilegar veðurfarsskýringar ?

Það er látið eins og ísabrot á Öskjuvatni sé mikil ráðgáta og leiðangur sendur í Dyngjufjöll til að kannað málið.  Hitinn vatnsins var mældur og hann reyndist eðlilegur þ.e. rétt ofan frostmarks.

Yfirborð Öskjuvatns er í rúmlega 1.000 metra hæð og gerir það þar með eitt hið hæsta af þessum stærri stöðuvötnum landsins.  Það er hins vegar djúpt og er þar með lengi að kólna að haustinu.  Í frosthörkum síðla haustsins leggur það hins vegar óhjákvæmilega og í þessari hæð er frostið gjarnan um 10 stig dag eftir dag þegar komið er fram í lok nóvember og í desember.  

screen_shot_2012-04-16_at_8_17_01_pm.pngEngar veðurmælingar er að hafa frá nánasta umhverfi Öskjuvatns en nokkru austan Dyngjufjalla við  Upptyppinga nærri Jökulsá á Fjöllum er ágæt veðurstöð.  Hún stendur reyndar mun lægra eða í um 560 metra hæð yfir sjávarmáli.  Engu að síður gefur hún góða mynd af bæði hita- og vindafari og gerum við ráð fyrir að í hæð Öskjuvatns sé bæði kaldara og vindasamara sem þessum 500 metra hæðarmund nemur.

1.des 2012.pngSnemma í vetur eða frá lokum nóvember og fram undir 10. desember gerði kuldakast samfara tiltölulega hægum vindi.  Frostið við Öskju hefur verið (út frá mælingum við Upptyppinga) verið lengst af 10 til 20°.  Vatnið hefur að öllum líkindum lagt þessa daga og í N-áttinni sem var fram yfir jól hefur ísinn hulist snjó. Hann einangrar og dregur úr því að ísinn þykkni.  Allt eru þetta tilgátur hjá mér og erfitt að sannreyna.    En með því að rýna í hitamyndir úr safni Veðurstofunnar má sjá að 1. desember var

 

4.des 2012.pngÖskjuvatn ekki lagt, en þann 4. mótar ekki lengur fyrir vatninu og heldur ekki Hálslóni á meðan sér í lænu eftir endilöngu Lagarfljótinu. Öskjuvatn hefur því lagt þessa daga, en 4. desember var meðalhiti dagsins -17°C við Upptyppinga og meðalvindur um 2 m/s.  Sem sagt kjörskilyrði. Athugið að útlínur stranda og vatna eru ekki nákvæmar á myndunum tveimur.

Það er ekkert sem bendir til annars en að ísinn hafi haldist á vatninu næstu vikur og a.m.k. fram í febrúarlok. Í venjulegu árferði verður ekki nægjanlega hlýtt fyrr  en í maí eða júní og þá fyrst tekur að losa tekur um ísinnað ráði.

Þá víkur sögunni til marsveðráttunnar sem var um margt afar óvenjuleg.  Sérstaklega síðustu dagana þegar blés mildum vindum af suðvestri.   25. til 29. mars var hiti við Upptyppinga 5 til 7°C.  Frostmarkshæðin var lengst af í 1.000 til 1.500 metra hæð.  Meðalvindur þessa daga var 10-15 m/s og lílega meiri hærra uppi.

oskjuvatn_27_mars_2012_hreinn_skagfjord.jpgTekið var að losna um ísinn fyrr eins og meðfylgjandi mynd Hreins S. Pálssonar frá 18. mars ber með sér og birt var á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Miklir SV- og S-rosar voru framan af mánuðinum og þann 2. mjög hvöss S-átt með leysingu upp í hæstu fjöll. Afar líklegt má telja að vindar og milt veður með köflum  hafi náð að granda ísþekjunni á vatninu og vakir myndast.  Undir lok mánaðarins þegar hlýnaði verulega á ný og öldugangu undan SV-hvassviðrinu hefur tiltölulega  fljótt náð að bjóta upp og hrúga ísnum inn í norðusturhornið.  Sérstaklega var bæði hvasst og milt þann 29. mars og skemmst er að minnast þess að þann dag féll einmitt hitamet marsmánaðar þegar hiti fór yfir 20 stig á Kvískerjum í Öræfum. Það var síðan 2. apríl þegar rofaði vel til að menn tóku eftir því að Öskjuvatn var orðið íslaust sbr. þessa frétt á vef Veðurstofunnar

upptyppingar.pngSú skarpa leysing sem gerði síðustu dagana er óvenjuleg og við skjóta yfirferð veðurgagna frá Upptyppingum allt frá árinu 1999 sést að aldrei hefur nokkuð þessu líkt gerst að vetrinum.  Vissulega hefur stundum náð að blota í skamma stund um hávetur, en þá styttra í hvert sinn og heldur ekki með jafn hvössu eins og nú varð.  En þrálátir SV-vindar eiga líka þátt þegar það er haft í huga að við venjulegar aðstæður gerir vakir fyrst í suðvesturhorni vatnsins.  NA-vindur hefur tilhneigingu til að loka eða þétta slíka vök á meðan SV-áttin (af landi) stækkar hana enn frekar.    Eins verður að taka með í reikninginn að hugsanlegt er að ísinn hafi verið þynnri en oft áður því í raun gerði ekki raunverulegan kulda á hálendinu eftir þessa daga snemma á aðventu þegar flest vötn á hálendinu fóru á ís.

Úr því að vísindamenn sem fóru á staðinn til mælinga hafa nær alveg útilokað þátt jarðhita kemur ísabrotið nokkuð vel heim og saman við tíðarfarið og tiltækar veðurmælingar við Upptyppinga og í raun ekkert sem koma þarf á óvart þegar nánar er að gætt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hef að vísu ekki fylgst nógu vel með þessu. En af fréttum skildi ég að önnur vötn á þessu svæði væru enn ísilögð - er það misskilningur? Maður skildi nefnilega ætla að eitt ætti yfir öll vötnin að ganga

Höskuldur Búi Jónsson, 17.4.2012 kl. 09:18

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Sæll Höski !

Öskjuvatn hefur gríðarmikið rúmtak og er 217 metrar þar sem það er dýpst. Vatnsmagn upp á um 1.200 gígalítra er nærri þrisvar sinnum Langisjór svo dæmi sé tekið.  Öskjuvatn er því lengi að kólna, því ef það hagar sér eins og Þingvallavatn kólnar vatnsbolurinn alveg niður á botn áður en ís tekur að myndast. Vatnið lagði því seinna en önnur grynnri vötn, þó ekki Lögurinn og Hálslón, sem einnig eru mjög djúp og rúmtaksmikil. Vera kann (aðeins tilgáta) að ísinn hafi verið tiltölulega þunnur og vatnið ekki að fullu ísilagt, Mestur kuldinn var yfirstaðinn 10. desember og hafi verið vök fyrir valda SV-stormarnir því að hún bara stækkar, þó svo að frost sé í lofti.  Við megum heldur ekki horfa fram hjá jarðhitanum sem þarna er, en hann getur flækt þessa mynd meira en í tilviki Lagarins á Héraði svo nefndur sé samanburður.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 17.4.2012 kl. 09:54

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar. Um síðustu helgi fóru nokkrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt hóp vísindamanna að Öskjuvatni í Dyngjufjöllum. Vísindamennirnir komu frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og voru að rannsaka hvað gæti valdið því að Öskjuvatn er íslaust.
Nú eru ekki komnar niðurstöður úr þessari ferð að ég geti séð en svara spurningunni .
Linkur með myndu úr ferð hér.

Kv. Sigurjón Vigfússon.

Rauða Ljónið, 17.4.2012 kl. 13:51

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef nú einmitt verið að hugsa eitthvað svipað en ekki þorað að segja það af ótta við að verða mér til skammar. Á þessu eru líklega bara veðurfarslegar skýringar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2012 kl. 00:00

5 identicon

Mér var bent á þessa merkilegu myndaröð á YouTube sem sýnir að þetta virðist byrja fyrir alvöru snemma í mars: http://www.youtube.com/watch?v=24k2sHcwOaE

Bráðnunin var sem sagt komin á fullt vel fyrir hlýindin miklu seint seint í mars hvað svo sem það þýðir.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 00:24

6 identicon

Langar að benda á frétt á síðu Ferðafélags Akureyrar http://www.ffa.is/is/felagid-1/frettir/tjonamatsmadur-i-strytu sem tengist Öskjuvatni ekki beint en ég var í Dreka helgina 9. til 11. mars í hávaða roki.  Þá kom í ljós að í  Herðubreiðarlindum er eitthvað stórt í gangi. Vatnsmagnið sem kemur nú úr Álftavatni hefur margfaldast og hefur vatnið náð að renna til suðausturs og bólna út um allt eins og sjá má á myndum frá 11. mars. http://www.ffa.is/is/myndir/myndir/vinnuferd Töluvert vatnstjón varð í Srýtu sem er sett niður ca. 1985

Ingimar

ingimar Árnason (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 1786524

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband