Frekari skżringar į flóšunum ķ Englandi

strat_pubgardenŽegar ég ók ķ bęinn nś sķšdegis hljómušu allar fréttir ljósvakastöšvanna nįnast eins af flóšunum skelfilegu ķ Englandi.  Žęr hófust išulega į žvķ aš konunglegi herinn hefši komiš til ašstošar og sķšan kom aš rignt hefši tvöfalt meira en gerir venjulega į heilum mįnuši.  Hins vegar var aldrei nefnt hve mikiš rigndi og hvar og engin tilraun gerš til aš bęta viš einfalda žżšinguna į Reuterskeytinu.

Žaš var sem sagt į staš sem nefnist Pershore ķ Worcestershire (sjį kortiš) žar sem rigndi 135 mm į 24 tķmum sl. föstudag.  Mešalśrkoma jślķmįnašar į žessum staš er hins vegar 35 mm.  Ekki voru žaš hefšbundin skil śr vestri sem hafa veriš tķš į Bretlandi aš undanförnu sem ollu mestu rigninunni.  Aš žessu sinni var hįloftakuldi og lęgšardrag meira austlęgrar ęttar sem boraši sig nišur yfir Englandi į föstudag og stašbundin śrkoma reyndast afar mikil ķ hérušunum nęst fjalllendinu ķ Wales.

Breska Vešurstofan gaf śt įgęta višvörun daginn įšur (sjį  hér), en eins og įšur hefur veriš rakiš, rįša Bretar illa viš slķka aftakaśrkomu, vegna žess hve erfitt er aš koma ofanvatni ķ burtu į žéttbżlum svęšum.

Įin Severn rennur um žetta svęši og śt ķ Bristolflóa.severn_map  Hśn į upptök sķn m.a. ķ fjöllum Wales og er Severn vatnsmesta fljót Englands meš 107 rśmmetra mešalrennsli į sekśndu sem er įlķka og rennsli Hérašsvatna ķ Skagafirši. Flóšin ķ Severn nś eru nįlęgt žvķ aš vera įlķka og žau voru ķ mars 1947.  Žį var um vorleysingaflóš aš ręša og žau mestu ķ įnni ķ 300 įr eins og ég gat um ķ pistli fyrir nokkru.

Vatnshęš įrinnar nįši 10,4 m ķ Gloucester, en flóšvarnir žar mišast viš 10,7 m.  Vandamįliš er žó žaš aš Severn er nįttśrulegt afrennsli allrar žeirrar śrkomu sem fellur į vatnsviši hennar.  Vandmįliš ķ hnotskurn er žaš aš sökum vatnshęšar ķ Severn nęr vatn frį ašliggjandi svęšum ekki aš renna til įrinnar og situr eftir žar til sjatnar ķ sjįlfri įnni.  Myndin hér frį mišbę Stratford-upon-Avon sżnir vandann vel ķ hnotskurn og greint er frį žvķ nś ķ kvöld aš sums stašar sé vatnsdżpiš allt aš 1,8 metrar

Įfram er spįš vętutķš į Bretlandseyjum lķkt og veriš hefur undanfarnar vikur.  Svo fremi aš vatnsföllin hafi undan viš aš koma regnvatninu til sjįvar skapast ekki umtalsverš vandamįl, en um leiš og stórrigning veršur inni ķ landi fer af staš kešjuverkun flóšaatburša.  Mun minna žarf til nś en venja er til žegar jaršvegurinn er algjörlega vatnssósa og tekur ekki viš meiru.   


Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 112
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband