Útsynningur - loksins !

100122_1315.pngÉg hef verið að bíða í allan vetur eftir að útsynningur með éljum gerði vart við sig.  Nánast með ólíkindum að ekki hafi gert éljaveðráttu suðvestan- og vestanlands fyrr en nú þennan veturinn.  Er við hæfi að fá þetta hressandi veðurlag á sjálfan Bóndadaginn.  Klakkarnir koma vel fram á veðursjá Veðurstofunnar kl.13:15. Kunnuglegir "hnappar" þar á ferðinni. 

Fyrir nokkrum dögum,  varð hálfgildings útsynningur.  Þá komu veimiltítulegir klakkar úr suðri og suðaustri, í raun loft frá Bretlandseyjum, dreggjarnar af kuldunum sem þar voru.  Þá voru ekki él heldur skúrir og það langt á milli þeirra að ísaði á götum og gangstéttum með þeirri afleiðingu að þrjár til fjórar tylftir manna slösuðu sig á Höfuðborgarsvæðinu einu saman.  

En sem sé, vertu velkominn kæri útsynningur með þínum fagurlöguðu klökkum, hörðu litlu snjókúlunum og hressandi vindblæ úr suðvestri !

En vel að merkja þetta er bara mín óska veðrátta í einn dag, ekki lengur, svo það sé á hreinu.  Enda spáir svo að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að útsynningur verði að gera mönnum lífið leitt alveg á næstunni.

Svo njótið endilega dagsins !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Væri ekki ráð að yrkja ljóð um útsynninginn - ég skal byrja :

Nú anda kaldir vindar kúlum hörðum
klakkar fagrir, augum land á gjóa
sjá þar glitta í opinn Faxaflóa
og fjöllin brátt kitla í háum þröngum skörðum.

Höskuldur Búi Jónsson, 22.1.2010 kl. 14:11

2 identicon

Haltu nú áfram, Drangsnesskáld,  með sonnettuna

Svo mættirður setja hana fullbúna á Leirinn, Höskuldur félagi.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 14:50

4 identicon

Ég sé að dr. Haraldur segir að ekki hafi náðst ljósmyndir af gjóskuflóði. Ég man hinsvegar ekki betur en til séu ljósmyndir af flóðinu frá Mt. St. Helens 1980. Bæði var að ljósmyndarar voru í talsverðri fjarlægð frá gosinu, sem náðu myndum, og svo fannst filma í vél eins jarðfræðings, sem fórst í flóðinu. Nokkrar myndanna var hægt að skoða, þótt filman væri raunar ansi mikið skemmd. Þetta mátti lesa um í umfjöllun National Geographic árið eftir og þar birtust myndirnar, sem ég vitna til hér að ofan.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 08:24

5 Smámynd: Sigurjón

Sæll Einar.

Þú ert einn af þeim fáu sem ég veit um sem fagnar útsynningi...

Hafðu þökk fyrir að vera öðruvísi!

Sigurjón, 24.1.2010 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband