Mikið hefur snjóað sums staðar fyrir norðan

Í gærkvöldi og nótt kom úrkomubakki úr norðaustri inn yfir mitt Norðurland.  Honum fylgdi mikil ofankoma t.a.m. Á Siglufirði, í Fljótum og á Ólafsfirði.  Á síðasttalda staðnum voru götur bæjarins ófærar í morgun og snjóflóð í Múlanum á Ólafsfjarðarveg kemur ekki á óvart við þessi skilyrði.

Ólafsfjörður úrkoma 2010 /Veðurstofa ÍslandsFrá því í gærmorgun nam úrkomumagnið tæplega 50 mm  eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti frá mæli Veðurstofunnar á flugvellinum á Ólafsfirði. Úrkomuákefðin var mikil á milli kl. 03 og 06 eða allt að 6,6 mm á klst.  Það er vissulega mikið fyrir snjókomu, en á láglendi féll hún mest öll í vægu frosti.  Nú er kominn bloti við sjávarsíðuna norðanlands og snjórinn blotnar og sígur.  Frýs síðan í eina hellu þegar frystir aftur í nótt. 

Fram eftir degi verður mjög vont veður á Vestfjörðum og lítið ferðafeður þar, hvasst og mikil ofanhríð.  Sama fram eftir degi vestantil á Norðurlandi og afar blint á Holtavörðuheiði svo dæmi sé tekið.  Austanlands verður líka hríð til fjalla, en þar blotar í byggð með tilheyrandi slyddu- og krapahríð.

Það hlaut að koma að því að lok varð á blíðunni og fyrir áhugfólk um þjóðtrú og veður skal á það bent að nýtt tungl kviknaði í gær 14. febrúar, en margir tengja einmitt tunglkomur við breytingar í veðri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://aa.usno.navy.mil/data/docs/MoonPhase.php  Skv. þessu kviknaði tunglið kl. 02.51 í nótt, þ.e. eitthvað austan við norður. Hvað segja þau á Dalbæ við þessu.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband