Húsafell 3x > 20°C

Frá Húsafelli

Þessa helgina er ekki hægt að segja annað en að sannkölluð sumarblíða hafi verið í Húsafelli í ofanverðum Borgarfirði,  Föstudag, laugardag og sunnudag fór hitinn í öll skiptin yfir 20°C.  Í dag sunnudag var þar heitast á landinu 21,3°C.  Gjóskumóðan náði, vart þangað, en horfa mátti á mökkinn úr ofanverðum Borgarfirði  í suðri yfir Skarðsheiði, Borgarnesi og þar um slóðir

Á hálendinu mældust mest 17,9°C í Sandbúðum og litlu lægri hiti í Þúfuveri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Einar

Ég hef reynt að halda því fram að Húsafell sé veðursælasti staður landsins. Ég man ekki eftir að hafa komið þangað að sumri til nema í blíðu. Hef ég rangt fyrir mér? 

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og í dag bættist við fjórði dagurinn í röð í Húsafelli með yfir 20 stiga hita, 20,7. Hvað ætli hafi annars flesta daga í röð mælst 20 stiga á sömu veðurstöð? Þeir eru a.m.k. 10.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Skjót yfirferð mikilla sumarhlýinda leiðir í ljós einn sérlega langan kafla, þ.e. 29.júní til 8. júlí 1991.  Alla þá daga náði hitinn 20°C á Egilsstöðum. Það eru 10 dagar samfellt takk.  Þetta má sjá í Veðráttunni.  Líklega hefur eitthvað svipað verið á Hallormsstað og mögulega er kaflinn þar lengri og þá bætast mögulega við einn til tveir dagar að framan.  Ágúst 1974, júlí 1984 koma ekki til greina í þessu samhengi. Hlýindin um miðbik júlí 2003 ná 4 samfelldum dögum á Þingvöllum yfir 20 stigunum og hitabylgjan í ágúst árið eftir gefur 6 samfellda daga einnig á Þingvöllum.  Þá á eftir að skoða júlí og ágúst 1955 fyrir norðan og austan, en þrátt fyrir almenn hlýindi þar held ég að ekki hafi gert eiginlega hitabylgju ef tveir til þrír samliggjandi dagar seint í júlí eru undanskildir. 

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 7.6.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband