9 vindmęlar į utanveršum Tröllaskaga

skjįmyndVĶ.pngHann er talsvert mikill žéttleiki vindmęlanna utantil į Tröllaskaga.  Vešurstofan rekur nokkra męla, og Vegageršin hins sem eru enn fleiri. 

Mešfylgjandi kort af vef VĶ sżnir stašsetningu į sumum žessara męla, en nokkra vantar samt žarna inn.

Tališ frį vestri aš žį kemur fyrst Siglufjaršarvegur (Vg), nęst Saušanesviti (VĶ).  Žarna į milli, en nęrri Saušanesvita viš veginn er Herkonugil (Vg), nżlegur męlir.  Sjį hér.  Sķšan er Vešurstofan meš męli į Siglufirši og einnig handan fjaršarins į Siglunesi.  Viš nżja vegbśtinn um Héšinsjörš er sķšan męlir (Vg) og er ekki merktur į kortinu en upplżsingar um vešur hér.  Į Ólafsfirši (VĶ) hefur veriš sjįlfvirk vešurstöš um įrabil. Viš veginn um Ólafsfjaršarmśla viš Saušanes er stöš frį i fyrra (Vg) og hśn er heldur ekki į kortinu.  Į Dalvķk ķ höfninni (gręnn punktur) var  męlir og er kannski enn ķ umsjį Siglingastofnunar. Hann hefur hins vegar ekki skilaš gögnum um hrķš.  Sķšasti punkturinn į kortinu vķsar sķšan til Vegageršarstöšvarinnar Hįmundastašahįls į Įrskógsströnd. 

Nś žegar blįsiš hefur hressilega af S og sķšar SV er afar fróšlegt aš sjį hvernig vindurinn skilar sér nišur į lįglendi af bröttum fjöllunum, en žessar vindįttir eru mestu óvešursįttir į žessum slóšum.  Samanburšur į vindhvišum er hins vegar ekki aušveldur žar sem Vegageršin męlir 1 sekśndu gildi į mešan Vešurstofan er meš sķnar hvišur sem 3 sek gildi.  Hins vegar er 10 mķnśtna mešalvindurinn reiknašur į sama hįtt.

Viš skjóta yfirferš žessara stöšva sést aš ķ raun hefur vešriš hingaš til ekki veriš sérlega slęmt. 10 mķn. vindurinn nįši 21 m/s į Siglufjaršarvegi ķ nótt og er žaš hęst gildi allra stöšvanna.  Eins kemur ķ ljós aš ķ Héšinsfirši er sviptivindasamt ķ SV-įttinni, en sķšur žegar hann er hįsunnan.  Ķ žaš minnsta žar sem męlirinn stendur.  Eins aš męlarnir ķ Ólafsfjaršarmśla og į Hįmundarstašahįlsi hafa veriš į įgętu vari ķ žessari lotu a.m.k.

Sé rżnt ķ spįkort Belgings fyrir žetta svęši frį kl. 07 ķ morgun žarf ekki aš koma į óvart aš žarna skulu vera skżlla eins og męlingar bera glöggt vitni. 

Belgingur_1okt2011_ kl07.png

 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sęll, Einar. Af žvķ žś nefndir Belging.is, žį er svo aš sjį aš žau byggi į tveimur gagnagrunnum, kallašir ESMVF og GFS, sżnist mér. Nś viršist vindaspįin žegar lķšur į nęstu viku (9 km žéttleiki) vera talsvert mismunandi eftir žvķ hvort kerfiš er notaš. Megum viš nokkuš bišja žig aš skżra žetta fyrir fįfróšum?

Žorkell Gušbrandsson (IP-tala skrįš) 1.10.2011 kl. 10:19

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 58
  • Frį upphafi: 1786825

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband