Efasemdir um hnattræna hlýnun

screen_shot_2011-10-02_at_10_08_57_pm.pngÍ allangan tíma hafa tekist á með rökum þeir sem efast um að hnattrænar veðurfarsbreytingar séu af mannavöldum og hinir sem vilja sýna fram á hið gagnstæða.  Kjarni þeirra deilna er hvort sú hlýnun sem þegar hefur mælst og einnig sú sem spáð er, sé af manna völdum eða jafnvel að allt tal um hlýnun sé einhver risastór blekking ?

Hjá efahyggjumönnum er framsetningin oft í anda máltækisins "tilgangurinn helgar meðalið".  Stundum eru þeir hinir sömu hafðir fyrir þeirri sök að nánast trúa því að veðurfarsbreyringar séu ekki af mannavöldum eða jafnvel að allar breytingar upp á síðkastið höfum við séð áður í veðurfarssögunni og að ekkert sé nýtt undir sólinni.

Á hinn bóginn er bent á orsakasamhengið sem sem er á milli aukningar á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegunum í lofthjúpi jarðar við hærra meðalhitastig jarðar og hvernig aukin gróðurhúsaáhrif  færa geislunarjafnvægi jarðar úr stað.   Þessi mál þarf að skýra og eins að hrekja sum rök skiptikeranna sem halda ekki vatni. 

Önnur rök eru erfiðari og þar hafa efahyggjumenn e.t.v. nokkuð til síns máls. s.s. eins og þau að veðurfarslíkön séu langt í frá fullkomin og að áhrif vaxandi vatnsgufu í lofthjúpnum með hærri hita geti aukið skýjamyndun í svo ríkum mæli sem virka þá sem hemill á hækkandi hita lofthjúps.  Á nokkrum sviðum er samspil veðurþáttanna og viðbragð enn í hálfgerðri þoku, en loftslagsvísindunum fleygir fram og sífellt bætist ný þekking í sarpinn. 

Nú hafa þeir Höski og Sveinn Atli á loftslag.is tekið sig til og þýtt ágætan leiðarvísi um rök fyrir loftslagsbreytingum.  Hann heitir "Efasemdir um loftslagshlýnun - Hinn vísindalegi leiðarvísir."    Þarna er nokkrum rökum efasemdarmanna svarað á einkar skýran og myndrænan hátt.

Mynd_Efasemdir um loftslagshlýnun - hinn vísindalegi leiðarvísir.pngÞetta er þarft framtak hjá þeim Loftslagsmönnum og bæklinginn má nálgast hér. Hann var fyrst birtur á ensku á loftslagssíðunni skepticalscience.com.  Mér finnst líka mikill fengur í því að eiga góðar skýringarmyndir á íslensku, en ekki síður sjálfan textann og þýðinguna sem hefur verið yfirlesin vandlega. 

Í mínum huga leikur enginn vafi á tengslum aukinna gróðurhúsaáhrifa og loftslagshlýnunar.  Menn geta hins vegar deilt og skipst á rökum um það á hve löngum tíma hlýnunin kemur fram og hvernig hún dreifist um jörðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir að segja frá Leiðarvísinum Einar.

Við hvetjum lesendur til að prenta hann út og láta liggja frami á kaffistofum og öðrum stöðum þar sem hugsanlegt er að umræða um loftslagsmál geti hafist. Þetta er mikilvægt málefni sem þarf að ræða, enda fátt, ef nokkuð, sem bendir til annars en að tengsl séu á milli gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum og hnatthlýnunar, með þeim breytingum í loftslagi sem það hefur nú þegar haft og mun hafa í för með sér í framtíðinni.

Mbk.
Sveinn Atli og Höski

Loftslag.is, 3.10.2011 kl. 11:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum í þessu máli ekki forðast hreinskilni. Það er fyrir löngu öllum dögum ljósara að "efahyggjumenninrir" sem þú nefnir svo hafa póltiíska andúð á öllu því sem valdið gæti varkárni í neyslu og þó öllu heldur ofneyslu.

Ef mannkynið fer að draga saman eldsnyetisnotkun að mun þá minnkar að sjálfsögðu hagnaður olíurisanna.

Svo dæmi sé tekið.

Þeir kappsömustu um fjölgun álvera á íslandi segja að álframleiðsla með vistvænni orku sé veigamikið innlegg til umhverfisverndar og áberandi rós í hnappagat hins íslenska ferðalangs um heiminn.

Þeir þegja þunnu hljóði um urðun álumbúða vestur í BNA þar sem endurvinnsla nokkurra mánaða hauga af áldósum myndi jafngilda afköstum álvers.

Hinu megum við ekki gleyma að losun koltvísýrings af völdum skógarelda er mikið áhyggjuefni. Og hætta á skógareldum mun aukast við hvert brot hitastigs í hlýnun á þurrum og heitum svæðum.

Þarna erum við komin í skelfilegan vítahring.

Árni Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 13:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru menn þarna ekki að vekja upp drauga sem þeir vita fyrirfram að þeir geta kveðið niður? Get annars ekki séð að svokallaðir efasemdarmenn séu yfirleitt eða áberandi meira óheiðarlegri í málflutningi sínum en hinir. Eða eigum við að trúa því að hlýnunarsinnar (kann ekki annað orð) láti tilganginn aldrei helga meðalið, fari aldrei offari, séu aldrei frjálslegir í túlkun, séu aldrei með áróður í stað raka og svo framvegis? Ég kaupi ekki svo einfalda heimsmynd.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.10.2011 kl. 16:02

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður, ég er ekki sammála þessari athugasemd þinni og skil ekki hvers vegna þú túlkar þetta svo...

Get annars ekki séð að svokallaðir efasemdarmenn séu yfirleitt eða áberandi meira óheiðarlegri í málflutningi sínum en hinir

Lestu Leiðarvísinn, þá sérðu nokkur dæmi um óheiðarlega nálgun sjálfskipaðra "efasemdamanna"... Gangi þér vel við lesturinn, það er ýmislegt fróðlegt þar, sem við höfum líka verið duglegir að benda á í gegnum tíðina, en þú hefur kannski ekki skoðað til að mynda mýturnar (http://www.loftslag.is/?page_id=295) nægilega vel til að skilja óheiðarleika "efasemdamanna" - hvort sem sá óheiðarleiki er með vilja eða vegna skilningsleysis...skal ekkert um það segja, frekar en um meint offar eða frjálslegar túlkanir "hlýnunarsinna"...

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 23:58

5 identicon


"The improver of natural knowledge absolutely refuses to acknowledge authority, as such. For him, skepticism is the highest of duties; blind faith the one unpardonable sin"

 - Thomas Huxley

Maðurinn sem kann að efast (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 17:37

6 identicon

Sönnunarbyrðinni snúið við? Hélt að vísindi snerust um að sýna fram á orsakasamhengi. Í þessum málum er sú byrði létt af vísindunum og velt yfir á "efasemdarmenn", eins og þú kallar þá, og þeirra að sýna fram á að orsakasamhengi, sem ekki hefur verið sýnt fram á, sé ekki til staðar. Vísindamenn þurfa að athuga grundvöll fræðanna!

Reynir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 22:15

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Reynir - það er alveg hægt að orða það sem svo að vísindi reyni að komast að orsakasamhengi hlutana (þó seint verði hægt að segja að eitthvað sé full sannað) - eins og t.d. varðandi orsakasamhengið varðandi aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, sem eru í sinni einföldustu mynd bara einföld eðlisfræði.

Það er nú svo að það er nokkuð vel skjalfest að aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum eru staðreynd... Það er svo sem ekki verið að leggja byrðar á "efasemdamenn" að ætlast til að þeirra röksemdir haldi vatni (eins og vísindamanna) - það eru þeirra eigin vandamál að leggja fram rök sem ekki standast skoðun. Það er nú svo að ef einhver ("efasemdamenn") telja sig geta sýnt fram á annað orsakasamhengi en það sem er almennt viðurkennt, þá verða rök þeirra að vera að minnsta kosti jafngóð og vísindamannanna sem stunda rannsóknirnar, en eins og kemur m.a. fram í Leiðarvísinum, þá er það nú langt frá því að vera svo.

Í leiðarvísinum má finna ágætis heimildir varðandi hversu vel skjalfest vísindin eru á bak við aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, þannig að ég ráðlegg þér að lesa hann með athygli Reynir. Grundvöllur fræðanna er nefnilega góður, þrátt fyrir staðhæfingar ýmisa "efasemdamanna" með veikum rökum (ef nokkrum) um að svo sé ekki...

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 1786633

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband