Svifrykið, mistrið og uppruni þess

img_4589.jpgMistrið suðvestanlands í gær og á sunnudag er af tvennum toga.  Annars vegar laus og fín gosefni ættuð úr tveimur síðustu gosum á Suðurlandi 2010 og 2011, en í gær var einmitt ár frá upphafi Grímsvatnagossins.  Hluti smáagnanna í mistrinu er uppruninn af Suðurhálendinu þar sem snjó hefur tekið upp og eins af söndunum með ströndinni.  Fok af þessum svæðum er að verða að árvissum viðburði í maí og júní. Myndin var tekin á laugardag í Reykjavík af Sigurði Boga Sævarssyni.

Flóðið í byrjun gossins í Eyjafjallajökli skyldi eftir sig gríðarlegt magn jökulleirs á Markarfljótsaurum.  Það efni rýkur um leið og vind hreyfir í þurrkatíð.  Það er einmitt þurra loftið að undanförnu sem er höfuðvaldur.  Um leið og efsta lag jarðvegs þornar þarf aðeins smáblástur til að koma fínasta efninu af stað.  Hefði legið í vætutíð síðustu dagana hefði mistrið heldur aldrei orðið.  Það er hins vegar vel þekkt að á vorin eftir að snjó og ís leysir fýkur fínefnið, en það grófara ekki fyrr en vindur er orðinn hvass.  

Í raun má segja að náttúrufar á Íslandi sé okkur ekki hliðholt þegar kemur að sandfoki og mistri í lofti af þess völdum.  Bæði er það að eldfjallajarðvegur, jafnt nýlegur sem gamall getur verið mjög fínn og fokgjarn.  Síðan er að hitt að þar sem jökulfljót flæmast um verða til sandsvæði með fínum leir sem fjúka af stað við minnsta vind. Þannig heyrði ég að á Rangárvöllum hefði staðið mökkurinn í allhvössum NA-vindi sl. laugardag ofan frá Heklu og Landsveitinni. Gamalt gosefni þar á ferð.  

Þetta er náttúra Íslands, en ekki mengun af manna völdum. Því er ekki rétt að tala um svifryksmengun eins og lesa mátti víða um í fjölmðlum.  Umhverfissvið Reykjavíkurborgar segir réttilega að í gær hafi styrkur svifryks farið í annað sinn yfir heilsuverndarmörk í ár.  Hitt skiptið var 4. janúar.  Þá er líklegt að mengun eða afleiðingar athafna mannsins hafi á ríkari þátt en nú (borgarmengun). 

Í dag þriðjudag hefur náð að blotna sem er gott og spáð er vætu sunnanlands fram á fimmtudag.  Ekki þarf þó nema sterkt sólskin í 1 eða 2 daga til að þurrka yfirborðið og þá getur allt farið af stað að nýju.  Slíkt þekkja vel íbúar austur á Síðu og í Fljótshverfi þar sem mökkurinn hefur verið hvað mestur og dimmastur síðustu daga. 

________________________________________________

ps. Bloggleti mín að undanförnu er óafsakanleg. Stafar ekki af leti heldur önnum og lofa ég bót og betrun í þeim efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband