Ljót spį Vešurstofunnar

Vešurstofan spįir nś ķ morgun SA 25-30 m/s į Faxaflóa og Breišafirši.  Žetta er sérlega ljót spį žegar svona hįtt er fariš ķ horfum um vešurhęšina. Sjį textaspį Vešurstofunnar hér.

Nś žegar (kl.07:15)  er vindur kominn ķ 25 m/s į Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli ķ 24 m/s meš hvišu ķ morgun upp į 49 m/s.

Vindįttin nś SA-lęg, hann veršur meira S-lęgur um og uppśr hįdegi og sķšan eftir žaš SV fram į nótt, en fer aš ganga nišur aš einhverju marki  seint ķ kvöld.

 Žaš er ekki ašeins aš vešurśtlitiš sé slęmt heldur einnig žaš hversu lengi óvešriš mun vara og žaš um land allt, žó svo aš mesta vešurhęšin sé vissulega vestast į landinu


Athugasemdir

1 identicon

Nś fylgjas eflaust margir meš žér .

Treysti žér  EINUM   til aš vera į vaktinni.

 Žś ert ómissandi į žķnu sérsviši og mikill Lampi okkar hinna.

GUŠ VERI MEŠ ŽÉR.

Žórarinn Ž Gķslason (IP-tala skrįš) 14.12.2007 kl. 08:45

2 identicon

Sammįla sķšasta ręšumanni, ómissandi lesning. En ein spurning sem ég velti fyrir mér og hśn er śr hvaša įtt blęs hér į Akureyri žegar viš fįum žetta yfir okkur? Hér er grundvallarmunur į vešurhamnum eftir žvķ hvort įttin er vestlęg eša austlęg žegar žessar djśpu lęgšir ganga yfir okkar svęši.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skrįš) 14.12.2007 kl. 10:57

3 Smįmynd: Einar Sveinbjörnsson

Anna !

Žaš er rétt til getiš hjį žér aš oftast nęr žurfa Akureyringar ekki aš hafa įhyggjur af žvķ sem er austan eitthvaš, en vestanįttirnar (SV, V og NV) nį sér yfirleitt vel į strik. Hįsunnan er lķka til leišinda žegar strengurinn nęr sér upp eftir Eyjafirši.  Slķkt įstand er samt fįtķšara en annaš hvort SA-įtt (hristingur ķ ašflugi ķ Fokker) eša SV-įttin sem gengur į meš rokum, sérstaklega žegar hśn er hlż. 

Brautir lęgšanna rįša žvķ nokkuš hver vindįttinn veršur į Akureyri.  Žessa dagana hefur blįsiš af SA og sķšan SV, en kjarni vindstrengsins haldiš sig meira yfir noršvestanveršu landinu og Akureyringar žvķ sloppiš nokkuš vel hingaš til.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 15.12.2007 kl. 00:55

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 62
  • Frį upphafi: 1786641

Annaš

  • Innlit ķ dag: 6
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir ķ dag: 6
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband