Gagnrýni sett fram á "íshokkíkylfuna"

Michel E. Mann loftslagsfræðingurHún olli talsverðu uppnámi og vakti mikla athygli myndin eða hitaritið sem kennd er við Michael E. Mann loftslagsfræðing og gengur oftast undir heitinu "íshokkíkylfan".  Þetta var árið 1998 og Mann og félagar sýndu með athugunum sínum og samantekt á hitaröðum sem birst höfðu og sýndu þróun hitastigs síðustu 600 árin.  

Mann-hitaritið, upprunaleg útgáfaHitaritið sem fyrst birtist í Nature (sjá mynd í sv/hv) og hefur margsinnis verið endurgerð og  jafnframt reiknuð aftar, sýnir nokkuð stöðugan hita í 500 ár, en eftir 1900 mjög ákafa hitaaukningu.  Það má segja að loftslagsumræðan hafi kristallast að nokkru leyti um þessa mynd frá því hún birtist fyrst.  Á meðan sumir halda fram að þarna sé fram kominn augljós staðfesting þess að hlýnun lofthjúps sé síðustu öldina af þeirri stærðargráðu að önnur eins veðurfarssveifla hafi ekki orðið síðustu aldirnar, segja gagnrýnendur að þarna sé um ýkta framsetningu að ræða og beinar hitamælingar síðustu áratuga gefi raunsærri mynd, en svokölluð veðurvitni síðustu alda (proxy data).  Meðal þeirra er talning árhringja, en Michael Mann kann greinilega  vel við það að láta mynda sig með sneiðum úr gömlum trjáviði. Þessi ágæti bandaríski vísindamaður er annars einn þeirra afkastamestu þegar kemur að rannsóknum á svið loftslags og hlýnunar jarðar.

Danskir veðurfræðingar á DMI hafa skoðað bakgrunn Mann-hitaritsins, sérstaklaga útjöfnun ferlana til að byrja með og þeir halda því fram að útjöfnunin sé of mikil, náttúrulegar sveiflur sem í raun hafi orðið fletjist út og fyrir vikið virðist hækkun hita upp úr 1900 vera magnaðri en hún var í raun.

Bo Christiansen á Dönsku loftslagmiðstöðinni fer fyrir teymi vísindamanna sem kannað hafa betur bakgrunn gagnanna í íshokkíkylfunni og halda því fram að hitaritið einfaldi veðurfarssögu síðustu alda um of. 

Í framhaldspistli mun ég gera nánar grein fyrir gagnrýni og sýn  Christiansen og hans samstarfsmanna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Steve MacIntyre átti ásamt Ross McKitrick stóran þátt í að sýna fram á gallana í Hockey-stick -hitagrafinu.

Steve MacIntyre, sem heldur úti vefsíðunni Climate Audit, er glúrinn náungi sem hefur góða þekkingu á tölfræði og úrvinnslu gagna. Hann sýndi fram á meinloku í úrvinnsluaðferð Michael Mann sem gerði það að verkum að ferill með íshokkíkylfulagi kom út úr nánast hvaða gagnarunu sem sett var í tölvuforritið. Jafnvel þegar "noise" var settur inn!

Löng saga hér.

Sjá t.d. grein þeirra félaga McIntyre og McKitrick hér og hér og hér.

Ágúst H Bjarnason, 7.3.2009 kl. 00:58

2 identicon

af hverju er þessi tími sérstaklega valinn f. grafið, af hverju ekki seinustu 6 þús. árin eða 60 þús. árin?

Ari (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:53

3 identicon

Sæll Einar

Ég hef alltaf verið vantrúaður á þessa jarðarhlýnun eins og svo margir tala um. Til dæmis held ég að kvikmynd Al Gore hafi verið  pólitískt brask. Mér er t.d. sagt að þó að hafís norðan okkar þynnist eitthvað þykkni hann norður af Kanada og ísbjörnum fjölgi verulega. Alla vega vil ég spyrja þið: Hefur Ísland kólnað eða hitnað frá því að Klofajökull var og hét ? Ég þykist vita svarið, alla vega gengu landnámsmenn okkar um á sauðskinnsskóm, nokkuð sem hentar vel á graslendi en ekki örföka melum nútímans !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:51

4 identicon

Bo Christiansen  er áhugaverður náungi. Hann átti fyrir nokkrum árum í ritdeilu við Kanadíska vísindamenn (Monahan og Fyfe) um aðferð sem kölluð er "non-linear principal component analysis" (sem snara má sem "ólínuleg meginþáttagreining") en höfundar þessarar aðferðar mæltu mjög með henni til að greina reglu í veðursveiflum. Ég ætla ekki að rekja þá deilu hér, en aðferðin er ekki jafnvinsæl lengur. 

Varðandi hokkíkjuðann þá virðist mér að hann sé að taka upp  gagnrýni sem þegar hefur komið fram. Eins og Ágúst bendir á þá var hokkíkjuðinn gagnrýndur mjög af McIntyre og McKitrick, en þeir töldu að hokkílögun væri innbyggð í aðferðafræðina. Þó sú gagnrýni væri reyndar ekki jafnsterk og fyrst virtist, þá vakti hún athygli á því hversu mikil óvissa er í mati á útslagi langtímasveiflna, m.ö.o. óvissan í þessum aðferðum vex mjög eftir því sem lengra er horft aftur í tímann. Þetta kristallaðist að mörgu leiti í spurningunni hversu hlý 14. öldin hefði verið. 

Að beiðni bandaríkjaþings skrifaði Vísindaakademía Bandaríkjanna  árið 2006  nokkuð ítarlega úttekt um þetta efni: Surface Temperature Reconstructions for the last 2000 years (http://books.nap.edu/catalog.php?record_id=11676).

Niðurstaðan þar  var reyndar sú að í meginatriðum væri hokkíkjuðinn í lagi, en  ekki væri hægt að horfa framhjá því að óvissumatið væri of þröngt.  Víða (en ekki allstaðar) væru síðustu 25 ár líklega hlýrri en  nokkuð 25 ára tímabil síðan 900.   Óvissan í mati á meðalhita hnattarins eða hnatthvelsins væri hinsvegar ekki þekkt.

(Fyrir árið 900 væri hinsvegar ekkert hægt staðhæfa, tilþess væru gögn of léleg, sem ætti að svara spurningu Ara).

Grein Bo má því skoða sem skref til að betrumbæta mat á óvissu í þessum meðalhitaröðum. Þeir leggja tölulegt mat á það hversu mikið hinar ólíku aðferði vanmeta óvissuna fyrir miðaldir. Aðrir höfundar (m.a. Mann sjálfur) hafa reyndar birt sambærilega greiningu, en hér mjög vel að verki staðið.

Mér finnst reyndar það merkilegasta í henni að það virðist ekki verulega að bæta við nýjum gögnum, - en ég hef alltaf talið að það sem þurfi sé ekki endilega meiri tölfræði, heldur meira af gögnum.  

Þetta  er vonandi ekki lokaorðið um þetta efni, en af niðurlagi greinarinnar mætti draga þá ályktun að það sé tilgangslaust að reyna að reikna þessi meðaltöl.

Kveðja

Halldór

ps. Varðandi athugasemd Arnar þá má benda á rit sem þú varst einn höfunda að, skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, en þar eru veðurfarsveiflur á sögulegum tíma á Íslandi ræddar á blaðsíðum 27 - 36. Sveiflur hér eru verulegar, en eins og umræðan hér að ofan rekur þá er erfitt að alhæfa sveiflur á einstaka svæðum yfir á hnatthvel eða heiminn í heild sinni.  (Skýrsluna má finna á http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf)

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki þori ég að segja hér eitt einasta orð!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.3.2009 kl. 01:29

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Blessaður Einar. Hvernig finnst þeir þessi veðurspá fyrir okkur Stórhöfðingja???

Spárit fyrir Stórhöfði. Ef það birtist ekki hér þá hefur framleiðsla þess misfarist.

Stórhöfði
TímiVeðurVindurHitiUppsöfnuð úrkomaSkýja-
hulaDaggar-
mark
Þri 10.03
kl. 00:00
LéttskýjaðNorð-austan 10 m/s1°C0 mm / 6klst10%-3 °C
Þri 10.03
kl. 06:00
SkýjaðAust-norð-austan 6 m/s1°C0.2 mm / 6klst100%-2 °C
Þri 10.03
kl. 12:00
SkýjaðSuð-austan 6 m/s3°C0.1 mm / 6klst20%2 °C
Þri 10.03
kl. 18:00
Lítils háttar rigningSuð-austan 15 m/s5°C0.3 mm / 6klst100%2 °C
Mið 11.03
kl. 00:00
RigningSuð-austan 44 m/s4°C4 mm / 6klst100%3 °C
Mið 11.03
kl. 06:00
RigningSuð-suð-vestan 12 m/s3°C9.6 mm / 6klst0%4 °C
Mið 11.03
kl. 12:00
RigningSuð-suð-austan 8 m/s5°C10.6 mm / 12klst80%3 °C
Fim 12.03
kl. 00:00
SkúrirNorð-austan 10 m/s4°C1.5 mm / 12klst100%1 °C
Fim 12.03
kl. 12:00
LéttskýjaðNorðan 8 m/s1°C0.2 mm / 12klst0%-2 °C
Fös 13.03
kl. 00:00
LéttskýjaðNorð-norð-austan 9 m/s1°C0 mm / 12klst10%-4 °C
Fös 13.03
kl. 12:00
SlydduélAustan 10 m/s1°C1.3 mm / 12klst70%-1 °C
Lau 14.03
kl. 00:00
Lítils háttar snjókomaAustan 20 m/s0°C4 mm / 12klst100%-3 °C
Lau 14.03
kl. 12:00
SkýjaðAust-norð-austan 6 m/s-1°C0.8 mm / 12klst60%-5 °C
Sun 15.03
kl. 00:00
AlskýjaðAustan 7 m/s-1°C0.5 mm / 12klst90%-5 °C
Sun 15.03
kl. 12:00
Lítils háttar snjókomaAustan 10 m/s0°C0.8 mm / 12klst100%-6 °C
Mán 16.03
kl. 00:00
Lítils háttar snjókomaSuð-suð-austan 9 m/s2°C4.5 mm / 12klst100%-2 °C
Ég held að ein ákveðinn sía sé einhvað að klikka einu sinni enn

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.3.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband