Gríðarstór íseyja út af Skoresbysundi

modis_truecol_P20091681320Meðfylgjandi MODIS-mynd var tekin í gær 17.júní.  Ekki sést vel til landsins fyrir skýjum en vissulega mótar vel fyrir því.  Tvennt vekur sérstaka athygli.  Í fyrsta lagi vel sýnilegur þörungablóminn suður af landinu á stórum hafsvæðum.  Um er að ræða kalksvifþörunginn Emiliana huxleyi, sem ég leyfði mér að kalla spegilþörung í myndabók okkar Ingibjargar Jónsdóttur, Ísland utan úr geimnum.  Ólíkt ýmsum tegundum eiturþörunga er þessi skaðlaus með öllu.  Þörungurinn endurvarpar ljósi og kemur þess vegna svona vel fram á tunglmyndum.   Blóma má vænta í maí og júní sér í lagi þegar bjart er og stillt og stórir flekkir sjást gjarnan um þetta leiti á milli Íslands og Bretlandseyja.  Stundum einnig hér vestur undan.

MODIS 13. júní 2009Á myndinni má sjá austur undan strönd Grænlands við Skoresbysund gríðarstóran ísfleka.  Ísjaðarinn við Grænlands hefur verið að brotna upp á síðustu vikum.  Háþrýstisvæðið sem hér réð ríkjum framan af mánuðinum hafði það einnig í för með sér meira var um vestanvind á kostnað ríkjandi austan og norðaustanvinda á slóðum rekíssins.  Fyrir vikið hefur ísjaðarinn verið að tætast upp og gríðar stórar íseyjar borist langt frá jaðrinum.  Sú sem þarna sést er ekki ólíklega uppundir það að vera á stærð við Langanes.  Á eldri mynd (frá því á laugardaginn 13. júní) sést þessi sami ísfleki greinilega og annar mun stærri þar norðvestur af.  En norðar er urmull stórra ísbrota. 

Fróðlegt verður að fylgjast áfram með reki og síðar meir bráðnun þessara nýju Ís-landa ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá! Það var og! - Nú er "the million dollar question": Það er að sjá á langtíma tölvuspám að nokkuð mikið verði um SV - og V - áttir á hafinu hér milli Íslands og Grænlands. Hvernig verður þá ferðum þessara ísfleka háttað og skyldum við fá ísbjarnaheimsóknir í kjölfarið? Við erum nú ekki sérlega spennt fyrir "túristum" af því taginu hér, miðað við reynslu síðasta sumars!

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það verður athyglisvert að fylgjast með þessu. Spurning hvort vindar verði með þeim hætti að eitthvað af þessum íslöndum nái til Íslands áður en þau bráðna.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.6.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 1786734

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband