Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Engir 60 sm í Róm

Það má vel sjá á myndunum að engir 60 sm af snjó eru í Róm. Hér hefur ein fjöður orðið að nokkrum hænum. Vel má vera að snjódýpt í nágrenninun, e.t.v. úr fjöllunum ofan Rómar hafi verið eitthvað í þessa veru. Sýni hér mynd til samanburðar sem gefur til...

NAO í Landanum

Kom mér nokkuð á óvart í dag þau viðbrögð sem ég fékk á þann hluta sjónvarpsþáttarins Landans sem sýndur var í gærkvöldi á RÚV. Þar gerði ég tilraun til að útskýra tíðarfarið og Norður Atlantshafssveifluna (NAO) það sem af er vetrarins. Hafði líka gaman...

Leysingin um helgina

Ekki er hægt að segja annað en að leysingin um helgina verði ákveðin ofan í allan þann snjó sem fyrir er. Það fer saman hvassviðri, 5 til 7 stiga hiti og talsverð rigning sunnanlands og vestan í meira en sólarhring á morgun og fram á sunnudag. Snjórinn...

Orðum aukið

Í þessari frétt á mbl.is hefur eitthvað misfarist , því það er alls ekki útlit fyrir rigningu í kvöld (fimmtudag). Á að vera annað kvöld. Skil með mildara lofti fara þá norðaustur yfir landið með vægri leysingu til að byrja með, en hún ágerist á...

Mikil sólvirkni og líkur á tilkomumiklum Norðurljósum

Í gær tók ég eftir frétt á mbl.is þar sem sagði: " Von er á miklum norðurljósaskrúða á næturhimninum yfir Íslandi í kvöld, þar sem saman fara mikil virkni og góð veðurskilyrði ." Ekkert varð úr þessu í gærkvöldi. Kannski hlupu menn fram úr sér í tíma,...

Tíðin í vetur í tengslum við NAO vísinn

Þær eru ýmsar leiðirnar til að mæla og bera saman tíðina eða eigum við kannski frekar að tala um ótíðina í vetur. Ein er svokallaður NAO vísir sem margir þekkja til a.m.k. afspurn. Myndin hér til hliðar sem Morgunblaðið lét útbúa til skýringa í...

Ekki meira fannfergi í Reykjavík í rúman áratug

Þessi kafli með samfelldum snjó suðvestanlands er þegar orðinn allóvenjulegur . Það tók upp á aðfangadag (þá voru reyndar talsverð svellalög). Annars hefur jörð verið talin snævi þakin frá 25. nóvember. Segja má með nokkurri vissu að ekki hafi verið svo...

Ekki trúa öllu sem skrifað er !

Þetta er makalaust bull. Höfundur telur Kötlu hafa gosið í marga mánuði árið 1783. Þá gaus hins vegar miklu hraungosi við Laka og þó réttilega sé bent á tengsl á milli Laka og Kötlu eru þetta tvær afar ólíkar eldstöðvar. Aðeins öflugustu Kötlugos þeyta...

Norður-Íshafið og Suðurskautslandið í andstæðum hitafasa

Eins fram hefur komið eru um þessar mundir um 100 ár liðin frá kapphlaupinu á Suðurpólinn. Suðurskautslandið fær af þeim sökum meiri athygli en venjulega og líka þegar kemur að loftslagsmálunum. Í september fjallaði ég lítillega um þann vanda sem...

Kuldinn toppar í nótt - æsiveðurfrétt

Það kuldakast sem nú er á landinu nær hámarki í nótt. Á morgun verður víðast heldur meiri gola sem veldur uppblöndun loftsins, einkum vestantil á landinu og líka í uppsveitum Suðurlands. Þó gæti hithvarfið við jörð hæglega haldið velli heldur lengur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1789127

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband